Höfuðstöðvar Náttúruverndarstofnunar á Hvolsvelli

Það er ástæða til að gleðjast fyrir okkur Sunnlendinga, en með samþykkt Alþingis 22. júní sl. annars vegar lög um Náttúruverndarstofnun og hins vegar lög um Umhverfis- og orkustofnun er ákveðið að höfuðstöðvar nýrrar Náttúruverndarstofnunar verið á Hvolsvelli. Þetta er stór tíðindi fyrir íbúa í Rangárþingi eystra og okkur öll. Náttúruverndarstofnun er ný stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs […]

Leita til umboðsmanns Alþingis

Á síðasta fundi bæjarráðs kemur fram að þrátt fyrir enn eina ítekunina við Orkustofnun um að fá rökstuðning og upplýsingar um allar þær hækkanir sem lágu til gundvallar við samþykkt gjaldskrárhækkana HS Veitna á heitu vatni í september og janúar sl. hefur ekkert svar borist. Niðurstaða var að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að senda […]

Fundur bæjarstjórnar í beinni

bæjarstjórn_vestm

1608. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu, í dag, fimmtudaginn 11. júlí. Hefst hann kl. 17:00 og má sjá beina útsendingu frá honum hér fyrir neðan dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202311142 – Tjón á neysluvatnslögn 2. 202403040 – Aðkoma sveitarfélaga að nýundirrituðum kjarasamningi á almennum markaði-Stöðugleikasamningi 3. 202405161 – Goslokahátíð 2024 Fundargerðir […]

Íris bæjarstjóri: Bjart framundan!

Staða mála í Vestmannaeyjum er góð og framtíðarhorfurnar bjartar. Þetta er afrakstur dugnaðar þeirra sem hér búa, starfa og stýra. Horft er til framtíðar og sveitarfélagið þarf að fylgja eftir þeirri miklu uppbyggingu sem er hér í Eyjum bæði á vegum einstaklinga og fyrirtækja. Mikilvæg hagsmunagæsla gagnvart ríkinu Þýðingarmikið er að ríkið standi við sínar […]

Kona sem hefur rutt brautina

Íris Róbertsdóttir er í einlægu viðtali í nýjasta tölublaði Eyjafrétta. Ef hægt er að tala um sigurvegara í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum er það Íris Róbertsdóttir, sem fyrst Eyjakvenna varð bæjarstjóri 2018 og er að byrja sitt annað kjörtímabil. „Það var mikið talað um pólitík á heimilinu og mamma var mjög pólitísk og föðurfólkið tengt […]

Popúlismi eða lýðræðisást

Aðsend grein frá Grími Gíslasyni. Á síðasta kjörtímabili ákvað meirihluti H- og E-lista í bæjarstjórn að fjölga bæjarfulltrúum úr sjö í níu og átti þessi fjölgun sér stað í nýliðnum bæjarstjórnarkosningum. Minnihlutinn gagnrýndi þessa ákvörðun og taldi hana óþarfa auk þess sem hún leiddi til kostnaðarauka fyrir bæjarfélagið.  Meirihlutinn þóttist fara í þessa fjölgun í […]

Íris ráðin bæjarstjóri á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja á nýbyrjuðu kjörtímabildi fór fram í hádeginu í dag. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sem lengst hefur setið í bæjarstjórn stýrði fundinum í byrjun. Kosið var í ráð og nefndir og er Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Íris Róbertsdóttir heldur áfram sem bæjarstjóri.  Tvö mál tóku mestan tíma á […]

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í hádeginu

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Einarsstofu, Safnahúsi, í dag,  9. júní og hefst hann kl. 12:00. Á dagskrá er kosning forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara. Líka verður kosið í ráð, nefndir og stjórnir og þóknun til fulltrúa í nefndum og ráðum á vegum Vestmannaeyjabæjar ákveðin. Loks er það ráðning bæjarstjóra. Bæjarfulltrúar eru […]

Fréttatilkynning frá Eyjalistanum og Fyrir Heimaey

Eyjalistinn og Fyrir Heimaey munu áfram mynda meirihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja á næsta kjörtímabili.  Málefnasamningur þar að lútandi var undirritaður í Eldheimum í dag. Fjölskyldu- og fræðslumál verða áfram í forgangi; samhliða ábyrgum rekstri og fjárfestingu í innviðum samfélagsins. Sömuleiðis verður lögð áhersla á að veita bæjarbúum framúrskarandi þjónustu.   Samkomulag er um að Íris […]

Viðræðum að ljúka hjá E og H lista- tilkynning væntanleg

Sl. viku hafa E og H listi fundað um áframhaldandi meirihlutasamstarf. Þær viðræður hafa gengið vel og í samtali við mbl.is segir Njáll Ragnarsson oddviti E-listans að það sé áfram­hald­andi áhersla á skóla- og fjöl­skyldu­mál, byggja upp innviði fyr­ir alla íbúa, sér­stak­lega barna­fólk og innviði í skól­un­um sem er aðaláhersl­an og var aðaláhersl­an síðustu fjög­ur […]