Framboðslisti Framsóknar í Suður samþykktur
Kjördæmissamband Framsóknar í Suðurkjördæmi samþykkti í dag framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi á fjölmennu kjördæmisþingi á Hótel Örk í Hveragerði. Fram kemur í tilkynningu frá flokknum að listinn samanstandi af fólki með mikla reynslu auk nýrra aðila sem styrkja hóp framsóknarfólks verulega um land allt. Í fyrsta sæti er Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri Orkustofnunar. Í öðru […]
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í kvöld. Fundurinn var haldinn í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir listann í Suðurkjördæmi. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Sverrir Bergmann, bæjarfulltrúi í […]
Viðreisn: Guðbrandur leiðir í Suðurkjördæmi
Framboðslisti Viðreisnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi landshlutaráðs flokksins í kvöld, 24. október. Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, leiðir listann. Í öðru sæti er Sandra Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Hveragerði. Þriðja sætið skipar Mathias Bragi Ölvisson, forseti Rösvku og háskólanemi, og í fjórða sæti er Kristín María Birgisdóttir, upplýsinga- og markaðsfulltrúi […]
Karl Gauti aftur í framboð?
Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir – í samtali við Vísi – að búið sé að hafa samband við hann varðandi það að taka sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Haft er eftir honum að hann íhugi það vandlega að taka sæti á lista flokksins verði honum boðið oddvitasætið. „Það […]
Framboðslisti VG í Suðurkjördæmi
Framboðslisti VG í Suðurkjördæmi var samþykktur í gærkvöldi á kjördæmisráðsfundi VG í Suðurkjördæmi. Hólmfríður Jennýar Árnadóttir, ritari Vinstri grænna, leiðir framboðslista flokksins í kjördæminu í komandi Alþingiskosningum. Hólmfríður er leik- og grunnskólakennari og starfar sem leikskólastjóri í Reykjanesbæ. Hún situr í stjórn Isavia, stjórn Leigufélagsins Bríetar og Eignasjóðs Reykjanesbæjar auk þess að sitja í stjórnum […]
Listinn samþykktur einróma
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi samþykkti einróma framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar á fjölmennasta fundi sem haldinn hefur verið í ráðinu frá stofnun á Selfossi nú á fjórða tímanum í dag. Þetta segir í frétt á vef Sjálfstæðisflokksins. Efstu sex sætin á listanum byggjast á röðun sem fram fór fyrr í dag og sæti 7-20 á […]
Gísli skipar 4. sætið
Gísli Stefánsson bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóri Landakirkju skipar 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir þingkosningar 30. nóvember næstkomandi. Kjördæmisráðið samþykkti fyrr í dag einróma að viðhafa röðun við efstu 6 sæti á framboðslistanum og var Gísli einn í kjöri í 4. sætið og því sjálfkjörinn. Efstu 6 sæti á listanum eru svohljóðandi […]
Ingveldur Anna hafði betur gegn sitjandi þingmönnum
Ingveldur Anna Sigurðardóttir lögfræðingur og varaþingmaður verður í 3. sæti á framboðlista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar til Alþingis 30. nóvember næstkomandi. Kjördæmisráðið samþykkti fyrr í dag einróma að viðhafa röðun við efstu 6 sæti á framboðslistanum. Þrír sóttust eftir þriðja sæti, Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, Birgir Þórarinsson, alþingismaður og Ingveldur Anna Sigurðardóttir sem hlaut […]
Sverrir Bergmann fram í Suðurkjördæmi
Sverrir Bergmann, tónlistarmaður og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, hyggst gefa kost á sér í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Frá þessu er greint á fréttavefnum mbl.is þar sem haft er eftir Sverri að hann telji mikilvægt að fá fleira sveitarstjórnarfólk yfir í landsmálin. „Fá betri tengingu þar á milli,“ segir Sverrir, en […]
Víðir leiðir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi
Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna mun leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum. Víðir staðfesti þetta í kvöld í samtali við fréttavefinn Vísi. Þar er haft eftir Víði að hann hafi alltaf haft augun á því að fara á þing og hafi því verið fljótur að taka slaginn þegar uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar hafði samband. Fram kemur að […]