Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og formannsframbjóðandi heldur fund í Vestmannaeyjum í kvöld. Fundurinn er liður í ferð Guðrúnar um landið sem hún hóf strax eftir að hún tilkynnti framboð hennar til formanns á fjölmennum fundi í Kópavogi um þar síðustu helgi.
Framundan er sögulegur Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, en þar verður kosið á milli tveggja kvenna í fyrsta sinn í sögu flokksins, og er því þegar ljóst að næsti formaður flokksins verður fyrsta konan til að gegna þeirri stöðu. Guðrún kom til Vestmannaeyja í dag og verður fram á föstudag. Hún býður til opins fundar í kvöld kl. 21:00 í Ásgarði, segir í tilkynningu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst