Í dag birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga þær að fylgi Viðreisnar eykst um rösklega tvö prósentustig á sama tíma og fylgi Flokks fólksins minnkar um sama hlutfall. Niðurstöður fyrir landið allt má sjá í súluritinu hér að neðan.
Það er RÚV sem deilir niðurstöðunum þjóðarpúlsins með Eyjafréttum. Þar sést einnig fylgið í hverju kjördæmi. Í Suðurkjördæmi mælist Sjálfstæðisflokkur stærstur með 21,1%, Næststærst er Samfylking með 18,6%, Flokkur fólksins er með 15,2%, Miðflokkurinn er með 13,7%, Viðreisn og Framsókn mælast með 12%. Aðrir hafa undir þriggja prósentustiga fylgi. Fjöldi svara í kjördæminu voru 681.
Nánari greiningu má sjá hér og þróun á fylgi og fjölda þingsæta má sjá hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst