Rýna dóminn og taka í kjölfarið ákvarðanir um næstu skref
3. júlí, 2025
vsv_2016-6.jpg
Vinnslustöðin. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Í dag birtir Vinnslustöðin tilkynningu á heimasíðu sinni vegna dóma sem kveðnir voru upp í gær í makrílmálinu svokallaða. Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan.

Í gær kvað Hæstiréttur upp dóma í máli Hugins annars vegar og Vinnslustöðvarinnar hins vegar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum 2011 til 2018.

Hæstiréttur taldi matsgerðina í máli Vinnslustöðvarinnar hf. reista á ófullnægjandi forsendum vegna skorts á gögnum sem Vinnslustöðinni hefði átt að vera unnt að afla og leggja fram. Af því leiddi að matsgerðin byggðist á almennum forsendum og útreikningum sem ekki stæðu í beinum tengslum við atvik málsins. Þetta endurspeglaðist meðal annars í óviðunandi óvissumörkum í niðurstöðu matsgerðar en þau námu 30% til hækkunar eða lækkunar.

Hæstiréttur taldi að þótt erfiðleikum kynni að vera bundið fyrir Vinnslustöðina að færa nákvæmar sönnur á fjárhæð ætlaðs tjóns síns yrði lagt til grundvallar að honum hefði verið unnt í mun ríkari mæli en raunin var að leggja fram sundurliðuð gögn um tekjur sínar og gjöld eftir tegundum og starfsþáttum á umræddu tímabili. Af þessum ástæðum brysti skilyrði til að ákveða Vinnslustöðinni bætur að álitum og yrði að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi vegna vanreifunar.

Ragnar H. Hall er lögmaður Vinnslustöðvarinnar.

„Hæstiréttur telur að leggja þurfi frekari grundvöll að sönnun á umfangi fjártjóns með frekari gagnaöflun í máli Vinnslustöðvarinnar. Málinu er því vísað frá dómi. Sú niðurstaða er vonbrigði í ljósi niðurstaðna héraðsdóms og Landsréttar, en felur ekki í sér lyktir máls, heldur þarf að höfða málið að nýju að gættum fram komnum sjónarmiðum.“

Stjórn Vinnslustöðvarinnar rýnir nú dóminn og tekur í kjölfarið ákvarðanir um næstu skref í málinu.

Í máli Hugins kemur fram í dómi Hæstaréttar að með hinni ólögmætu tilhögun á úthlutun aflaheimilda í makríl á fyrrgreindu árabili hefðu atvinnuréttindi Hugins ehf. verið skert. Þau nytu verndar 72. gr. stjórnarskrár en sú vernd væri takmarkaðri en vernd hefðbundinna eignarréttinda. Réði þar mestu að atvinnuréttindi væru háð óvissu um varanleika og efnislegt inntak, meðal annars vegna þess að löggjafanum væri ætlað víðtækt svigrúm til þess að grípa inn í nýtingu þeirra og ráðstöfun. Væri slík óvissa veruleg í tilviki mögulegrar nýtingar aflaheimilda í flökkustofni uppsjávarfisks eins og makríls.

Talið var að Huginn hefði sýnt nægilega fram á að hann hefði orðið fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni af völdum þeirra bótaskyldu athafna íslenska ríkisins að standa með ólögmætum hætti að úthlutun aflaheimilda í makríl til Hugins á árunum 2011 til 2018. Voru því skilyrði talin til að dæma honum bætur að álitum og íslenska ríkið dæmt til að greiða Hugin 250.000.000 króna í bætur.

Stefán A. Svensson er lögmaður Hugins.

„Það er jákvætt að Hæstiréttur skuli viðurkenna það grundvallaratriði að með hinni ólögmætu tilhögun á úthlutun aflaheimilda í makríl á fyrrgreindu árabili hefðu atvinnuréttindi verið skert sem baki ríkinu skaðabótaskyldu. Hæstiréttur tiltekur hins vegar jafnframt að auðlindanýting sé eðli málsins samkvæmt háð talsverðri óvissu um ýmis atriði, meðal annars að gættu svigrúmi löggjafans á sviði fiskveiðistjórnunar auk þess að Huginn hefði þurft að auka veiðigetu sína með því að bæta við skipakost sinn, breyta skipi sem hann nýtti eða með öðrum ráðstöfunum. Að því virtu eru bætur ákvarðaðar lægri heldur en héraðsdómur og Landsréttur höfðu gert.“

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.