Botnbaráttuslagur í Garðabæ

18. umferð Olís deildar kvenna klárast í dag er fram fara tveir leikir. Í Garðabæ tekur Stjarnan á móti ÍBV í sannkölluðum botnbaráttuslag. ÍBV í næstneðsta sæti með 7 stig en Stjarnan í sætinu fyrir ofan með 10 stig. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í Heklu Höllinni í Garðabæ. Leikir dagsins: sun. 16. mar. 25 14:00 […]
Embla semur við ÍBV

Eyjakonan Embla Harðardóttir hefur samið við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2027. Fram kemur í frétt á vefsíðu ÍBV að Embla hafi spilað upp alla yngri flokkana hjá ÍBV og verið lykilmaður í sínum liðum síðustu ár. Embla er 18 ára gömul. Hún hefur leikið 26 meistaraflokksleiki fyrir ÍBV. Þrettán þeirra lék hún í Lengjudeildinni […]
ÍBV og ÍR skildu jöfn

ÍBV og ÍR mættust í Olísdeild karla í dag. Jafnræði var með liðunum framan af en ÍBV var yfir í hálfleik 17-16. Gestirnir náðu tveggja marka forystu þegar skammt var eftir en Eyjaliðið sýndi seiglu og náði að gera tvö síðustu mörk leiksins. Liðin skiptu því með sér stigunum í dag, en lokatölur voru 33-33. […]
ÍBV mætir ÍR

20. umferð Olísdeildar karla hest í dag með fjórum leikjum. Í fyrsta leik dagsins tekur ÍBV á móti ÍR. Eyjaliðið um miðja deild með 20 stig en ÍR er í næst neðsta sætinu með 10 stig. Flautað er til leiks klukkan 13.30 í Eyjum í dag og segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV að góður […]
Jafntefli fyrir norðan

ÍBV sótti KA heim í gær í Olísdeild karla. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en heimamenn leiddu í leikhléi 19-17. ÍBV komst tveimur mörkum yfir um miðbik síðari hálfleiks en KA jafnaði og var jafnræði með liðunum það sem eftir lifði leiks. KA-menn skoruðu síðasta mark leiksins þegar um hálf mínúta var eftir […]
Mæta KA fyrir norðan

19. umferð Olísdeildar karla hefst í dag þegar fram fara fjórar viðureignir. Á Akureyri taka KA-menn á móti ÍBV. Eyjamenn í sjötta sæti með 19 stig en KA er í níunda sæti með 12 stig. Flautað verður til leiks klukkan 19.00 í KA heimilnu í kvöld. Leikir dagsins: þri. 04. mar. 25 19:00 19 KA […]
Erlingur nýr þjálfari meistaraflokks karla í handbolta

Erlingur Birgir Richardsson mun taka við þjálfun ÍBV meistaraflokks karla á næsta tímabili eftir að hafa gert tveggja ára samning , en þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV. Með þessari ráðningu snýr Erlingur aftur í sitt gamla hlutverk innan félagsins, en hann hefur áður stýrt liðinu af miklum krafti og árangri. Hann tekur við […]
Sjötti flokkur karla bikarmeistarar

Rétt í þessu tryggði 6. flokkur karla eldri sér bikarmeistaratitil eftir glæsilegan sigur á ÍR í afar jöfnum og spennandi leik. Strákarnir sýndu mikinn baráttuvilja og einbeitingu frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, en lokatölur leiksins urðu 11-8 ÍBV í vil. Þetta er stórkostlegur árangur fyrir liðið og frábær viðurkenning á þeirri miklu vinnu og […]
Víðir áfram með ÍBV

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til loka tímabilisins. Frá þessu er greint á vefsíðu ÍBV. Víðir er 32 ára leikmaður sem er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum en hann flutti sig til Stjörnunnar þegar hann var í 2. flokki og lék þar sína fyrstu leiki í efstu deild, eftir að […]
Áframhaldandi breytingar í kvennaboltanum

Handboltakonurnar Karolina Olszowa og Marta Wawrzynkowska munu að öllum líkindum yfirgefa ÍBV að loknu keppnistímabilinu segir þjálfari liðsins, Sigurður Bragason þegar hann var spurður út í væntanlegar breytingar á leikmannahópnum í samtali við handbolti.is Olszowa og Wawrzynkowska gengu til liðs við ÍBV árið 2019 og hafa verið lykilmenn í liðinu síðustu ár. Olszowa hefur þó […]