Fjárhagsáætlun – Staðan verður áfram sterk
19. desember, 2024
Segja nauðsynlegt að sinna brýnu og kostnaðarsömu viðhaldi á fasteignum bæjarins, m.a. í skólabyggingum og íþróttahúsi.

„Gert ráð fyrir að staða bæjarsjóðs Vestmannaeyja verði áfram traust. Í fjárhagsáætluninni er lögð áhersla á ábyrga fjármálastjórn, þar sem gætt verður aðhalds í rekstri bæjarins og varlega áætlað um tekjur. A-hluti bæjarsjóðs er skuldlaus við fjármálastofnanir. Útsvar er stærsti einstaki tekjuliður bæjarfélagsins. Við gerð áætlunarinnar um útsvar er byggt á lokaspá fjármálastjóra bæjarins um raunútsvarstekjur fyrir árið 2024,“ segir í formála að fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2025 sem Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri lagði fram til seinni umræðu á síðasta bæjarstjórnarfundi. Einnig gerði hún grein fyrir þeim breytingum sem urðu á fjárhagsáætluninni frá fyrri umræðu

Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur A-hluta bæjarsjóðs verði 313 milljónir króna en hjá samstæðunni 541 milljónir króna. Rekstrarafgangur hækkar lítillega milli fyrri og síðari umræðu eða um milljónir króna.

Breytingar á rekstri bæjarins frá fyrri umræðu eru minniháttar, en áætlanir um fjárfestingar hækkuðu um 34 milljónir króna milli umræðna auk 100 milljóna króna framlags vegna almannavarnarlagnar.

Í A- hluta sveitarsjóðs eru áætlaðar eignfærðar framkvæmdir að fjárhæð 708 milljónir króna, en í B-hluta eru áætlaðar framkvæmdir milljónir króna auk 100 milljóna króna framlags vegna almannavarnarlagnar. Samanlagðar eignfærslur eru áætlaðar 1.084 milljónir króna.

Þá er gert ráð fyrir tæpum 354 milljónir króna til ýmissa gjaldfærðra verkefna, svokallaðra sérsamþykkta. Þar af eru 150 milljónir króna fjárheimild til viðhalds húsa. Einnig er um að ræða ýmiss önnur átaksverkefni. Í A- hluta eru gjaldfærslur að fjárhæð 302 milljónir króna og í B- hluta 51,7 milljónir króna.

Staða bæjarsjóðs verður áfram sterk. Gert er ráð fyrir góðri rekstrarafkomu, áframhaldandi góðri þjónustu við bæjarbúa, hagkvæmni í rekstri, hóflegum sköttum og gjöldum ásamt fjárfestingum til að styðja við eignir og innviði bæjarins.

Harma seinkun á uppbyggingu Hamarsskóla

Við umræðu um málið tóku til máls: Íris Róbertsdóttir, Eyþór Harðarson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Helga Jóhanna Harðardóttir og Margrét Rós Ingólfsdóttir

Bæjarfulltrúar minnihluta D lista, Eyþór, Hildur Sólveig, Margrét Rós og Óskar Jósúason samþykktu fjárhagsáætlunina en ítrekuðu bókun við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar. „Við hörmum að ekki sé fjárhagslegt svigrúm fyrir áður samþykktum framkvæmdum vegna viðbyggingar Hamarsskóla. Aðstaða bæði í Hamarsskóla og Tónlistarskólanum er komin að þolmörkum og þarfnast úrbóta.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á mikilvægi þess að gæta aðhalds í rekstri sveitarfélagsins. Með skynsamlegri fjármálastjórn er hægt að tryggja nauðsynlegar fjárfestingar í innviðum sveitarfélagsins án þess að þurfa að grípa til lántöku, sem myndi takmarka framtíðarmöguleika sveitarfélagsins. Undirrituð munu áfram leggja sitt af mörkum til að ná þessum markmiðum.

Bæjarfulltrúar ítreka vilja sinn um að hér fari fram íbúakosning um minnisvarða og framkvæmdir á Eldfelli. Í því samhengi telja bæjarfulltrúar mikilvægt að fjármunir sem fara eigi í þetta verkefni séu frekar nýttir til raunverulegrar innviðabætingar í þágu íbúa sveitarfélagsins,“ segir í bókuninni.

Aðkallandi viðhald á fasteignum

Fulltrúar E og H lista, Íris, Helga Jóhanna Harðardóttir, Páll Magnússon, Sigríður Guðmundsdóttir og Njáll Ragnarsson svöruðu með eftirfarandi bókun:

„Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2025 sýnir fram á að rekstur og staða bæjarsjóðs verður áfram traust. Gert er ráð fyrir rekstrarafgangi upp á samtals 541 milljónir króna og A-hluti bæjarsjóðs er skuldlaus. Þetta er niðurstaða fjárhagsáætlunar þrátt fyrir að mikillar varfærni sé gætt í áætluðum tekjum og ekki gert ráð fyrir að skatttekjur næsta árs verði hærri en raunskatttekjur yfirstandandi árs.

Áfram er gert ráð fyrir góðri rekstrarafkomu, áframhaldandi góðri þjónustu við bæjarbúa, hagkvæmni í rekstri, hóflegum sköttum og opinberum gjöldum og öflugri fjárfestingu. Mikill vöxtur er í sveitarfélaginu og við því þarf að bregðast með auknu lóðaframboði og uppbyggingu innviða. Bæjarstjórn öll tók ákvörðun um frestun á viðbyggingu Hamarsskóla þar sem nauðsynlegt er að sinna brýnu og kostnaðarsömu viðhaldi á fasteignum bæjarins, m.a. í skólabyggingum og íþróttahúsi.“

Fjárhagsáætlun sveitarsjóðs Vestmannaeyja 2025:

Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar bar upp lykiltölur í fjárhagsáætluninni.

Tekjur alls: kr. 6.485.737.000.

Gjöld alls fyrir fjármagnsliði: kr. 6.257.391.000.

Rekstrarniðurstaða, jákvæð: kr. 313.166.000.

Veltufé frá rekstri: kr. 985.779.000.

Afborganir langtímalána: kr. 0.

Handbært fé í árslok: kr. 1.570.257.000

 

Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2025:

 Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs: kr. 97.668.000.

Rekstrarniðurstaða Vatnsveitu, tap: kr. -10.000.000.

Rekstrarniðurstaða Fráveitu: kr. 140.911.000.

Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða: kr. 0.

Rekstrarniðurstaða Náttúrustofu Suðurlands: kr. 224.000.

Rekstrarniðurstaða Eygló eignarhaldsfélags ehf., tap: kr. -1.124.000.

Rekstrarniðurstaða Herjólfs ohf.: kr. 568.000.

Veltufé frá rekstri: kr. 436.160.000.

Afborganir langtímalána: kr. 8.926.000.

 

Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2025

 Tekjur alls: kr. 9.696.956.000.

Gjöld alls: kr. 9.239.912.000.

Rekstrarniðurstaða, jákvæð: kr. 541.413.000.

Veltufé frá rekstri: kr. 1.421.940.000.

Afborganir langtímalána: kr. 8.926.000.

Handbært fé í árslok: kr. 1.570.257.000.

Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2025 var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst