Flugeldar og brenna kl. 17.00

Nú stendur flugeldasala Björgunarfélagsins sem hæst í húsi félagsins við Faxastíg. Mikil sala enda útlit fyrir gott flugeldaveður í kvöld. „Í dag, gamlársdag, verður að vanda vegleg brenna og flugeldasýning við Hásteinsvöll. Kveikt verður í brennunni kl. 17.00 og fljótlega þar á eftir fara flugeldarnir í loftið. Vinsamlegast virðið það að fara ekki inn fyrir öryggissvæðið. Allir […]

Fjölmenni í ljósagöngu á Eldfell

„Fyrsta en jafnframt ekki síðasta ljósagangan var farin í kvöld uppá Eldfell og hátt í 100 manns mættu. Stjórn Krabbavarnar þakkar öllum þeim sem tóku þátt í göngunni fyrir að mæta og sýna hluttekningu. Takk elsku Vestmannaeyingar fyrir allan þann hlýhug sem þið berið til félagsins og til þeirra sem sækja stuðning til félagsins,“ segir Kristín […]

Falsfréttir ekki bara í bandarísku forsetakosningunum

„Kæru vinir. Ég hélt að falsfréttir væru bara í bandarísku forsetakosningunum en greinilega ekki. Mér var tjáð að sagan segði að efnalaugin Straumur væri að hætta að hreinsa föt. Þetta er algjört bull. Við erum með hreinsun sem er ekkert síðri en aðrar efnalaugar og erum sko ekkert að hætta. Ég vona að eyjamenn noti […]

Hlynur fyrstur í 10 km hlaupinu

Eyjamaðurinn Hlyn­ur Andrés­son bar sigur sig­ur úr být­um í tíu kíló­metra hlaupi í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu á tímanum 30:23 mín­út­um. „Skemmtilegu Reykjavíkurmaraþoni lokið! Setti mér markmið að vera undir 6:30 í pace og endaði á tímanum 1:04:35, pace 6:22. Adda var á tímanum 1:00:04,“ segir Magnús Bragason á FB-síðu sinni. „Við erum búin að vera æfa undir […]

Fækkun farþega upp á 2,4%

Á fundi bæjarráðs í gær var upplýst að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri átti fund í gær með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna þeirra verkefna sem snúa að Vestmannaeyjaeyjum. Farið var yfir stöðuna m.a. varðandi flug, dýpkun Landeyjahafnar og hafnarframkvæmdir. Betur verður gert grein fyrir stöðunni á næsta fundi bæjarráðs. Íris gerði grein fyrir upplýsingum frá Herjólfi ohf. Um […]

Eyjafólkið – Vestmannaeyjameistarar í golfi

Fyrr í mánuðinum fór fram Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja. Mótið fór fram dagana 10. til 13. júlí og er þetta í 85. skiptið sem að það er haldið. Fjölmargir efnilegir kylfingar tóku þátt en þátttakendur sem luku keppni voru 90 talsins og spiluðu í samtals 11 flokkum. Vestmannaeyjameistarar 2024 í karla- og kvennaflokki í golfi eru þau […]

Víglundur Þór Þorsteinsson – Þakkir á afmælisdegi

Eitt af því sem mestu skiptir um hvort söfn dafni eða deyi er alúð og ástríða þeirra sem þar starfa. Með því á ég ekki einungis við fasta starfsmenn safnsins hverju sinni, þótt þeir skipti vissulega miklu. Ég á ekki síður við alla þá sem með einum eða öðrum hætti rétta safninu hjálparhönd, hvort heldur […]

Opið hús í dag

DSCF6536

Í dag, miðvikudag verður Hús fasteignasala með opið hús á Áshamri 85b. Húsið er tilbúið til afhendingar og er nánast viðhaldsfrítt. Tvennar svalir eru á húsinu sem er rúmgott og bjart. Þá má nefna að útsýnið frá húsinu er einstakt. Það er því upplagt að líta við að Áshamri 85b. í dag milli klukkan 17 […]

„Við þurfum góða vegi en líka öfluga fjölmiðla“

Viðtal við Ómar, ritstjóra Eyjafrétta í Austurglugganum fimmtudaginn 18. júlí. Ómar Garðarsson fór út á vinnumarkaðinn í Seyðisfirði síldaráranna. Eftir að síldin brást festi hann rætur í Vestmannaeyjum þar sem hann hefur síðan ílengst. Hlutirnir þróuðust þannig að hann varð ritstjóri staðarmiðilsins Eyjafrétta. Austurglugginn hitti Ómar og ræddi við hann um starf héraðsfréttablaðamannsins, minningar af […]

Komin heim þegar við fluttum til Eyja

Svava féll fyrir Vestmannaeyjum – Sjómannskona í hótelrekstri: Svava Gunnarsdóttir og Stefán Birgisson hafa búið í Vestmannaeyjum frá árinu 1990. Þau koma frá Siglufirði og byrjuðu búskap fyrir norðan. Þrjú af börnum þeirra eru fædd á Siglufirði en tvö þau yngstu í Vestmannaeyjum. Eftir heimsókn árið 1990 var ákveðið að flytja til Eyja og sjá […]