„Kæru vinir. Ég hélt að falsfréttir væru bara í bandarísku forsetakosningunum en greinilega ekki. Mér var tjáð að sagan segði að efnalaugin Straumur væri að hætta að hreinsa föt. Þetta er algjört bull. Við erum með hreinsun sem er ekkert síðri en aðrar efnalaugar og erum sko ekkert að hætta. Ég vona að eyjamenn noti þessa þjónustu og aðrar sem eru í boði svo samfélagið okkar haldi áfram að vera blómlegt,“ segir Smári Harðarson eigandi Straums og svo miklu meira á fésbókarsíðu sinni og bætir við.
„Má ég biðja ykkur að deila svo að flestir sjái þetta. Takk fyrir, stoltur Eyjamaður