Nú stendur flugeldasala Björgunarfélagsins sem hæst í húsi félagsins við Faxastíg. Mikil sala enda útlit fyrir gott flugeldaveður í kvöld.
„Í dag, gamlársdag, verður að vanda vegleg brenna og flugeldasýning við Hásteinsvöll. Kveikt verður í brennunni kl. 17.00 og fljótlega þar á eftir fara flugeldarnir í loftið.
Vinsamlegast virðið það að fara ekki inn fyrir öryggissvæðið. Allir að sjálfsögðu velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest,“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Mynd Óskar Pétur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst