Viðunandi lausn

Skólastjórn Grunnskólans á Hellu hefur tekist að leysa húsnæðisvanda sem hrjáð hefur kennslustarfi í haust. Lausnin fellst í því að kenna einum bekk í húsnæði skóladagheimilisins sem er lokað fyrri hluta dags. (meira…)

Lægsta bensínverðið í Skandinavíu

Verð á 95 oktana bensíni á sjálfsafgreiðslustöð Orkunnar á Selfossi hefur hríðlækkað á einni viku, frá því Atlantsolía kveikti á dælum sínum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum blaðsins er Selfoss nú með eitt lægsta bensínverð í allri Skandinavíu. (meira…)

Kviknar ljós……….

Það var kominn tími til að þessi umræða næðist inn á þing. Reyndar hef ég ekki séð þetta, spurning hvort það voru einhverjir aðrir en Árni og Kristján sem tóku þátt í umræðunni? Kristján samgönguráðherra segir það bagalegt að skipið hafi þurft að fara í slipp. Hver voru viðbrögð hans ráðuneytis og stofnana? Að skilja […]

Jólagjafahandbók Frétta kemur út á morgun

Með Fréttum á morgun fylgir hin árlega jólagjafahandbók Frétta. Handbókin er glæsileg að vanda og stútfull af skemmtilegu efni. M.a. er farið í heimsókn í föndrið á Hraunbúðum, rætt við Svavar Steingrímsson sem hefur haft yfirumsjón með ljósaskreytingum í kirkjugarðinum og sömuleiðis rætt við þær Rósu Sigurjónsdóttur, sjúkraliða og Steinunni Einarsdóttur, hjúkrunarfræðing sem oftar en […]

Grannur, krullhærður kall sem að talar mjög skemmtilega íslensku

Í vetur munu vikulega birtast á vefsíðunni www.ibvfan.is leikmannakynning á leikmönnum ÍBV í handbolta. www.ibvfan.is og www.eyjar.net hafa gert með sér samkomulag að fylgja strákunum í handboltanum eftir í vetur og reyna fylgjast vel með því sem þeir eru að gera. Að þessu sinni er það Grétar Stefánsson leikmaður ÍBV sem svarar spurningum ÍBVfan.is Nafn.  Grétar […]

Nýr Herjólfur nauðsynlegur strax

Árni Johnsen, alþingismaður, sagði á Alþingi, að nauðsynlegt væri að kaupa nú þegar nýtt skip til að leysa af hólmi Herjólf á siglingaleiðinni milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Herjólfur væri kominn til ára sinna og bilaði oft en 3-4 ár væru þar til ný ferja hæfi siglingar milli Eyja og Bakkafjöru.  Árni sagði, að stærsta verstöð […]

Unnið hörðum höndum að viðgerð á Herjólfi

Unnið er hörðum höndum að því að lagfæra leka í skrúfubúnaði Vestmannaeyjaferjunnar Herljólfs til þess að hún komist sem fyrst í áætlun aftur. Eftir að Herjólfur komst loks til Þorlákshafnar í gær, eftir tafir á brottför vegna óveðurs, var skipinu siglt til Hafnarfjarðar þar sem það var tekið í stærri flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar. […]

Mikið verðfall hlutabréfa á mörkuðum í dag

Undanfarna daga hefur verið mikið verðfall á Íslenskum hlutabréfamarkaði og hafa íslenskir fjárfestar tappað miklum fjármunum á stuttum tíma. FL Group þar sem Magnús Kristinsson og félagar voru aðrir stærstu hlutahafar þar til í gær hefur fallið mikið undanfarna daga og vikur. Á hlutabréfamörkum í morgun hafa hlutabréf 16 fyrirtækja lækkað á meðan einungis þrjú […]

Er Kristján Möller samgönguráðherra stoltur af þessu?

Á Alþingi í gær fór fram umræða um störf Alþingis um samgöngumál Vestmannaeyja og var það Árni Johnsen sem hóf þá umræðu. Sagði Árni m.a. að það væri staðreynd að stærsta verstöð landsins væri nánast sambandslaus og einangruð með tilliti til samgangna. Árni sagði einnig þetta: “Herjólfur er löngu kominn á aldur og bilanir eru […]

Gullborgin mátuð við slippinn

Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að umhverfi sjóminjasafnsins muni taka á sig mynd á næstu mánuðum en framkvæmdir muni standa út næsta ár og fram á árið 2009. Reiknað er með gönguleið eftir trébryggjum alveg frá gömlu verbúðabryggjunni við Kaffivagninn, meðfram Sjóminjasafninu og Daníelsslipp og út á Ægisgarð. Varðskipið Óðinn og gamli Magni verða við verbúðabryggjuna og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.