Í vetur munu vikulega birtast á vefsíðunni www.ibvfan.is leikmannakynning á leikmönnum ÍBV í handbolta. www.ibvfan.is og www.eyjar.net hafa gert með sér samkomulag að fylgja strákunum í handboltanum eftir í vetur og reyna fylgjast vel með því sem þeir eru að gera.
Að þessu sinni er það Grétar Stefánsson leikmaður ÍBV sem svarar spurningum ÍBVfan.is
Nafn.
Grétar Stefánsson
Aldur.
20 ára
Fæðingarstaður.
Reykjavík (af brýnni nauðsyn)
Uppáhaldslitur.
Grænn
Foreldrar.
Sigurlaug Grétarsdóttir og Stefán Jónasson
Giftur/kærasta.
Kærastan heitir Heiða Ingólfsdóttir
Starf.
Er að klára vélavörðinn í FÍV, en annars hef ég verið að vinna hjá Hitaveitu Suðurnesja.
Áhugamál:
Hestamennska, Garðurinn minn og Útivera
Hvenær byrjaðir þú að æfa handbolta.
7 ára
Staða á vellinum.
Línumaður en hef líka verið að leik mér í horni.
Uppáhalds mattur.
Það er allt mjög gott sem að mamma eldar
Uppáhalds drykkur.
Egils Appelsín, eða bara einhvað frá Ölgerðinni
Besta Bíómynd sem þú hefur séð.
Nýtt Líf
Eldarðu.
Neibb
Ertu liðtækur í eldhúsinu.
Já já mér er sagt að það sé hægt að nota mig einhvað í eldhúsinu.
Uppáhalds lið í enskaboltanum.
Liverpoll, að sjálfsögðu
Uppáhaldslið í evrópu handboltanum.
Kiel
Ef þú ættir 50.000.000 kr hvað mundir þú gera við þær.
Ég myndi kaupa mér hús og einhver góðan bíl, síðan myndi ég leika mér fyrir restina.
Besti leikmaður sem þú hefur spilað með.
Svavar Vignisson
Hver er brandarakallin í liðinu.
Þetta er mjög hörð keppni á milli Kolla, Sindra og Sigga.
Ef þú gætir komist í atvinnumannadeildina úti hvaða lið mundirðu vilja spila fyrir.
Það gæti verið gaman að kíkja til Danmerkur.
Besti leikmaður í íslenskum Handbolta.
Verð að vera sammála nafna mínum og segja Pálmi Harðarson.
Lýstu þjálfaranum.
Grannur, krullhærður kall sem að talar mjög skemmtilega íslensku
Ertu með einhverja hjátrú varðandi þegar þú ert að spila.
Nei, ekki lengur.
Fyndið atvik úr ferðum með handboltaliðinu.
Það er margt fyndið sem að gerist í þessum ferðum en það er ekkert eitt sem að stendur upp úr. Það sem skýst upp í kollin á mér er þegar við vorum á leiðinni heim í fyrra eftir útileik á móti FH. En þá var einn úr hópnum beðin um að fara út úr flugvélinni út af þyngdinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst