Stoltur samgönguráðherra

Það er margt athyglisvert sem kom fram í ræðum þingmanna um samgöngur í gær, miðvikudag á Alþingi. Reyndar vakti það athygli mína hversu fáir þingmenn tóku þar þátt. Hægt er að skoða ræðurnar hér. Árni Johnsen hóf umræðuna. Talaði hann um verkfælni Vegagerðarinnar og metnaðarleysi stjórnvalda. Eins minntist hann á 12 kílómetra göng Færeyinga. Einhversstaðar […]
Málaferli við �?jórsá verði ekki hætt við virkjanir
„Dómstólaleiðin lítur nú út fyrir að verða sú eina færa fyrir landeigendur við Þjórsá sem draga í efa lögmæti Títansamningsins og réttmæti aðgerða Landsvirkjunar við Þjórsá. Undirbúningur bótakrafna á hendur sveitarfélögum er einnig hafinn. Þetta kom fram á fundi landeigenda og andstæðinga virkjana í Sól á Suðurlandi á fundi í Flóanum í síðustu viku. Á […]
Gjafmildir Kiwanismenn

Sl. föstudag afhentu Kiwanismenn í Ölfusi Heilsugæslu Þorlákshafnar skoðunarbekk og tilheyrandi búnað. Kiwanisklúbburinn Ölver hefur lengi staðið við bakið á heilsugæslunni og skemmst er að minnast röntgenbúnaðar sem klúbburinn gaf á síðasta ári. (meira…)
Á sama afmælisdag og kóngurinn í Tælandi

Veitinga- og gistihúsið Menam á Selfossi fagnar 10 ára afmæli í desember með því að bjóða 10 prósent afslátt af öllu á tælenskum matseðli staðarins. Kristín Árnadóttir, sem hefur rekið staðin í átta og hálft ár, segir umsvifin hafa stóraukist á þeim tíma. (meira…)
Sjúkraþjálfun Selfoss 20 ára

Á föstudag fagnar Sjúkraþjálfun Selfoss 20 ára starfsafmæli. Boðið verður upp á veitingar og tónlistaratriði í húsakynnum fyrirtækisins að Austurvegi 9 milli klukkan 15 til 18 á afmælisdaginn. (meira…)
Eftir 8
Hljómsveitin Vítamín verður eiturhress á Draugabarnum á laugardag. Lokað á föstudag. (meira…)
Umdeildur malarvegur malbikaður í vor

Bíll valt við umdeildan malarveg í landi Vestri-Loftsstaða á Gaulverjabæjarvegi fyrir skemmstu. Sveitarstjórn Flóahrepps hefur margoft lýst yfir áhyggjum af slysahættu á staðnum. Svanur Bjarnason, verkefnastjóri Vegagerðarinnar, segir að vegspottinn verði í fyrsta lagi malbikaður í vor því yfir veturinn sé slíkt ekki hægt. (meira…)
22 milljónir til menningarmála

Menningarráð Suðurlands úthlutaði tæpum 22 milljónum króna til menningarstarfs á Suðurlandi og Vestmannaeyjum við hátíðlega athöfn í Listasafni Árnesinga í Hveragerði sunnudaginn 2. desember. Þetta var í fyrsta sinn sem ráðið úthlutaði styrkjum í samstarfi við menntamálaráðuneyti, samgönguráðuneyti og sveitarfélög á Suðurlandi. (meira…)
Guðni og Sigmundur á Gömlu Borg

Guðni Ágústsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson lesa uppúr og kynna ævisögu Guðna, Guðni – Af lífi og sál, á Gömlu Borg, þriðjudaginn 11. desember kl. 20:30. (meira…)
Vatnalíf fékk góðar móttökur

Heimildarmynd Gunnars Sigurgeirssonar, Vatnalíf, var frumsýnd í Sambíóunum á Selfossi í síðustu viku. Frumsýningargestir voru virkilega ánægðir með myndina og uppskar Gunnar gott lófaklapp að henni lokinni. (meira…)