Samhugur og samstaða

Eitt megineinkenni uppgangstímabila í Vestmanna­eyjum er samhugur og samstaða. Má þar nefna til marks stofnun Bátaábyrgðarfélags Vestmannaeyja 1862, lagningu sæsímastrengs og bæjarlagnar 1911 og rafvæðingu skömmu síðar. Þá er glæsilegur vitnisburður um samtakamáttinn er Eyjamenn ­keyptu einir og sjálfir fyrsta björg­unar og varðskip Íslandinga 1920. Samstarf í bátakaupum og fiskvinnslu einkenndi meginhluta tuttugustu aldar. (meira…)

�?rettándagleði með hefðbundnu sniði

Þrettándagleði ÍBV-íþróttafélags hefst á Hánni klukkan 19.00 á morgun, laugardag en að þessu sinni fara hátíðahöldin fram 5. janúar, degi fyrr en venjulega. Hátíðahöldin verða með hefð­bundnu sniði. Bæjarbúar taka á móti jólasveinunum þegar þeir koma ofan af Molda og fylgja þeim upp á malarvöll þar sem kveikt verður í brennu og álfar og púkar […]

Gaujulundur, Skólalúðrasveitin, �?skar í Stór­höfða, Bókasafnið og Vosbúð hlutu styrki

Árleg úthlutun úr Styrktar- og menn­ingarsjóði Sparisjóðs Vest­manna­eyja, sem stofnaður var til minningar um Þorstein Þ. Víglunds­son fyrrverandi sparisjóðsstjóra, fór fram á dögunum. Er þetta í tutt­ugasta skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum, en fyrsta úthlutunin var á Þorláksmessu árið 1988. Að þessu sinni hlutu styrkina Gaujulundur, Skóla­lúðrasveitin, Óskar Sigurðs­son vitavörður í Stórhöfða, Bóka­safn Vest­mannaeyja […]

Áhersla lögð á að viðhalda ógeðfelldri mynd arðræningja og kvótabraskara

Elliði Vignisson, bæjarstjóri hélt kröftuga ræðu við afhendinguna á Fréttapýramídanum sem fór fram á miðvikudaginn. Elliði sneri spjótum sínum m.a. að því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtækjum er búið og segir opinbera einkaaðila leggja áherslu að viðhalda ógeðfelldri mynd arðræningja og kvótabraskara. Þessi neikvæða ímynd hefur síðan stutt Alþingi í að beita sértækum skatti og álögum á […]

�?rjár frá ÍBV á U-16 ára landsliðsæfingar

Þrjár ungar og efnilegar handknattleiksstúlkur úr ÍBV, þær Vigdís Svavarsdóttir, Kataryna Hlynsdóttir og Rakel Hlynsdóttir, hafa verið kallaðar á æfingar hjá U-16 ára landsliði Íslands sem fara fram á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Alls voru 56 stúlkur valdar til að taka þátt í æfingunum og þurfa Eyjastúlkurnar því að sýna sitt allra besta strax á fyrstu […]

Herjólfur fer seinni ferð í dag

Herjólfur mun sigla síðari ferð dagsins en fyrri ferð skipsins var frestað í morgun vegna veðurs. Samkvæmt veðurspá á vind að lægja þegar líður á daginn en á hádegi var vindhraði 26 metrar á Stórhöfða. Ölduhæð við Surtsey var rúmir sjö metrar klukkan tíu í morgun. (meira…)

Kominn tími á nýja áskorun

Miðjumaðurinn Ian Jeffs hefur gert þriggja ára samning við Fylki en hann hefur verið lykilmaður hjá ÍBV undanfarin ár. „Þetta hefur tekið svolítinn tíma, að ganga frá öllu og ég er ánægður með að hafa klárað þetta og fundið félag sem vill mig og ég hlakka til að byrja,“ sagði Jeffs við Fótbolta.net í dag […]

�?rjú skip leita að loðnu

Þrjú skip fara til loðnuleitar í dag og áætlað er að hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson haldi úr höfn í sama tilgangi eftir helgi. Sjávarútvegsráðuneytið gaf út bráðabirgðaloðnukvóta í október uppá 205 þúsund tonn og þar af koma rúmlega 120 þúsund tonn í hlut íslenskra loðnuskipa. Aðalsteinn Jónsson fjölveiðiskip Eskju á Eskifirði leitaði að loðnu í desember […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.