Þrettándagleði ÍBV-íþróttafélags hefst á Hánni klukkan 19.00 á morgun, laugardag en að þessu sinni fara hátíðahöldin fram 5. janúar, degi fyrr en venjulega. Hátíðahöldin verða með hefðbundnu sniði. Bæjarbúar taka á móti jólasveinunum þegar þeir koma ofan af Molda og fylgja þeim upp á malarvöll þar sem kveikt verður í brennu og álfar og púkar fara um víðan völl.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst