Sigurður Bragason Íþróttamaður Vestmannaeyja 2007

Íþróttabandalag Vestmannaeyja hélt sína árlegu viðurkenningahátíð í Íþróttamiðstöðinni í kvöld. Sigurður Bragason, handknattleiksmaður var þar kjörinn Íþróttamaður Vestmannaeyja 2007. Kom það kjör ekki á óvart; Sigurður hefur verið burðarás karlahandboltans í Eyjum um árabil, bæði innan vallar sem utan. Var hann ákaft hylltur af fjölmörgum gestum viðurkenningahátíðarinnar. (meira…)
Rómantík í snjónum
Það getur oft verið rómantískt að sitja með elskunni sinni í snjónum og dást að fegurðinni, bæði í náttúrunni og við hliðina á sér. Hins vegar virðist sem stefnumót parsins sem má sjá í myndbandinu hér að neðan, hafi farið illilega úrskeiðis en við látum myndirnar tala sínu máli. (meira…)
Volare ehf og Heimaey ehf kaupa Vesturveg 10
Volare ehf. og Heimaey ehf. hafa fest kaup á húsnæðinu við Vesturveg 10 en þar hefur húsgagnaverslunin Reynisstaður verið til húsa frá því að húsið var byggt árið 1984. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu sem fyrirtækin þrjú sendu frá sér og lesa má hér að neðan. (meira…)
Íþróttamaður ársins í kvöld

Í kvöld klukkan 20 verður viðurkenningahátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæjar haldið í íþróttamiðstöðinni en þar verða veittar viðurkenningar fyrir afrek á árinu 2007. Hvert aðildarfélag innan héraðssambandsins tilnefnir leikmann ársins hjá sér en auk þess verða afhent verðlaunin íþróttamaður æskunnar og svo að sjálfsögðu íþróttamaður ársins. (meira…)
Vaktin komin í dreifingu
Nýjasta tölublað Vaktarinnar er nú á leiðinni inn á hvert heimili í Vestmannaeyjum. Í blaðinu kennir margra grasa og þar sem Þakkargjörðarhátíðin verður haldin næstkomandi miðvikudag er eldgosið 1973 áberandi í blaðinu. M.a. er rætt við Sigurgeir Jónasson, ljósmyndara sem myndaði eldsumbrotin í bak og fyrir. Þá er einnig rætt við Öldu Björnsdóttur, sem dreymdi […]