Íþróttabandalag Vestmannaeyja hélt sína árlegu viðurkenningahátíð í Íþróttamiðstöðinni í kvöld. Sigurður Bragason, handknattleiksmaður var þar kjörinn Íþróttamaður Vestmannaeyja 2007. Kom það kjör ekki á óvart; Sigurður hefur verið burðarás karlahandboltans í Eyjum um árabil, bæði innan vallar sem utan. Var hann ákaft hylltur af fjölmörgum gestum viðurkenningahátíðarinnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst