�?ryggismál verða hert

Jólasveinanefnd Umf. Selfoss fundaði á dögunum þar sem farið var yfir öryggismál. Þetta var gert í kjölfar þess að Þröstur Ingvarsson, brennustjóri, brenndist þegar sprenging varð er kveikt var í bálkestinum þann 6. janúar sl. (meira…)

FSu fær Króata

1. deildarlið FSu í körfuknattleik hefur fengið Króatann Ante Kapov til liðs við sig. Kapov er 31 árs og tveir metrar á hæð og mun því nýtast liðinu vel inni í teig. (meira…)

Jóhann �?lafur í Selfoss

Samkvæmt heimildum blaðsins hefur markvörðurinn Jóhann Ólafur Sigurðsson ákveðið að ganga í raðir 1. deildarliðs Selfoss frá Fylki þar sem hann hefur verið varamarkvörður undanfarin ár.Jóhann er 22 ára gamall, uppalinn á Selfossi, og hefur m.a. leikið með yngri landsliðum Íslands. (meira…)

Fjölskyldan saman gaman

Gera – teikna – lita – mála. Hvaða hugrenningar vakna þegar listaverk eru skoðuð? Klæjar ykkur að prófa sjálf? Á sýningunni Stefnumót við safneign – listir·leikur·lærdómur, hefur gestum verið boðið að reyna sig með litum og nokkra sunnudaga hafa myndlistarkennarar verið þeim til aðstoðar. Ekki er krafist neins undirbúnings og litir og pappír eru á […]

100 ára afmæli á vordögum

Aðalfundur Umf. Baldurs í Hraungerðishreppi var haldinn í byrjun nýs árs. Mæting var góð eða 26 félagsmenn sem ræddu af kappi málefni hins gamla félags en það fagnar 100 ára afmæli á vordögum. Í tilefni af því var snædd dýrindis ísterta skreytt með merki félagsins. Tveir nýir félagar gengu í félagið. (meira…)

�?órður frá Skarði nýr stallari

Stjórnarskipti voru hjá Mími, nemendafélagi Menntaskólans að Laugarvatni í síðustu viku. Þórður Sigurbjartsson, frá Skarði í Þykkvabæ, tekur við embætti stallara frá sveitunga sínum, Arnari Ármannssyni. (meira…)

Á slóðum Jane Austen

Ferðasaga leshrings á Suðurlandi sem fór á slóðir Jane Austen til Suður-Englands síðastliðið sumar verður flutt og sýnd í Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi fimmtudagskvöldið 31. janúar 2008 kl. 20.15. Hlíf Arndal forstöðumaður Bókasafnsins í Hveragerði flytur ferðasöguna og sýnir myndir úr ferðinni , talar um rithöfundinn Jane Austen og skáldverk hennar sem ekki eru […]

Byssusýning 2008 í Veiðisafninu á Stokkseyri

Starfsár Veiðisafnsins á Stokkseyri 2008 hefst með árlegri byssusýningu í samvinnu við verslunina Vesturröst laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. febrúar 2008 frá kl. 11-18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri. Verður fjölbreytt úrval skotvopna svo sem haglabyssur, rifflar, vélbyssur, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu frá seinni heimstyrjöld til sýnis og einnig framhlaðningar svo eitthvað sé nefnt. […]

Kirkjuskólinn í Mýrdal

Kirkjuskólinn verður með samveru í Grunnskóla Mýrdalshrepps laugardaginn 2. febrúar 2008, kl. 11:15. Nýjar bækur með skemmtilegum myndum og fróðlegum texta. Verið nú dugleg að mæta. Sóknarprestur. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.