�?ryggismál verða hert
Jólasveinanefnd Umf. Selfoss fundaði á dögunum þar sem farið var yfir öryggismál. Þetta var gert í kjölfar þess að Þröstur Ingvarsson, brennustjóri, brenndist þegar sprenging varð er kveikt var í bálkestinum þann 6. janúar sl. (meira…)
FSu fær Króata

1. deildarlið FSu í körfuknattleik hefur fengið Króatann Ante Kapov til liðs við sig. Kapov er 31 árs og tveir metrar á hæð og mun því nýtast liðinu vel inni í teig. (meira…)
Jóhann �?lafur í Selfoss
Samkvæmt heimildum blaðsins hefur markvörðurinn Jóhann Ólafur Sigurðsson ákveðið að ganga í raðir 1. deildarliðs Selfoss frá Fylki þar sem hann hefur verið varamarkvörður undanfarin ár.Jóhann er 22 ára gamall, uppalinn á Selfossi, og hefur m.a. leikið með yngri landsliðum Íslands. (meira…)
�?rskurður Mannréttindanefndarinnar á íslensku

Fiskistofa hefur látið þýða umdeildan úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna yfir á íslensku. Hér má sjá þýðinguna. (meira…)
Fjölskyldan saman gaman

Gera – teikna – lita – mála. Hvaða hugrenningar vakna þegar listaverk eru skoðuð? Klæjar ykkur að prófa sjálf? Á sýningunni Stefnumót við safneign – listir·leikur·lærdómur, hefur gestum verið boðið að reyna sig með litum og nokkra sunnudaga hafa myndlistarkennarar verið þeim til aðstoðar. Ekki er krafist neins undirbúnings og litir og pappír eru á […]
100 ára afmæli á vordögum
Aðalfundur Umf. Baldurs í Hraungerðishreppi var haldinn í byrjun nýs árs. Mæting var góð eða 26 félagsmenn sem ræddu af kappi málefni hins gamla félags en það fagnar 100 ára afmæli á vordögum. Í tilefni af því var snædd dýrindis ísterta skreytt með merki félagsins. Tveir nýir félagar gengu í félagið. (meira…)
�?órður frá Skarði nýr stallari

Stjórnarskipti voru hjá Mími, nemendafélagi Menntaskólans að Laugarvatni í síðustu viku. Þórður Sigurbjartsson, frá Skarði í Þykkvabæ, tekur við embætti stallara frá sveitunga sínum, Arnari Ármannssyni. (meira…)
Á slóðum Jane Austen
Ferðasaga leshrings á Suðurlandi sem fór á slóðir Jane Austen til Suður-Englands síðastliðið sumar verður flutt og sýnd í Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi fimmtudagskvöldið 31. janúar 2008 kl. 20.15. Hlíf Arndal forstöðumaður Bókasafnsins í Hveragerði flytur ferðasöguna og sýnir myndir úr ferðinni , talar um rithöfundinn Jane Austen og skáldverk hennar sem ekki eru […]
Byssusýning 2008 í Veiðisafninu á Stokkseyri
Starfsár Veiðisafnsins á Stokkseyri 2008 hefst með árlegri byssusýningu í samvinnu við verslunina Vesturröst laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. febrúar 2008 frá kl. 11-18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri. Verður fjölbreytt úrval skotvopna svo sem haglabyssur, rifflar, vélbyssur, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu frá seinni heimstyrjöld til sýnis og einnig framhlaðningar svo eitthvað sé nefnt. […]
Kirkjuskólinn í Mýrdal
Kirkjuskólinn verður með samveru í Grunnskóla Mýrdalshrepps laugardaginn 2. febrúar 2008, kl. 11:15. Nýjar bækur með skemmtilegum myndum og fróðlegum texta. Verið nú dugleg að mæta. Sóknarprestur. (meira…)