Ferðasaga leshrings á Suðurlandi sem fór á slóðir Jane Austen til Suður-Englands síðastliðið sumar verður flutt og sýnd í Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi fimmtudagskvöldið 31. janúar 2008 kl. 20.15. Hlíf Arndal forstöðumaður Bókasafnsins í Hveragerði flytur ferðasöguna og sýnir myndir úr ferðinni , talar um rithöfundinn Jane Austen og skáldverk hennar sem ekki eru síður vinsæl í dag en á hennar tíma.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst