Sviku út vörur með stolnu korti
Lögreglan á Selfossi handtók par á Selfossi á mánudag vegna gruns um þjófnað á greiðslukorti og að hafa notað það til að svíkja út vörur í verslunum á Selfossi. Eigandi kortsins hafði tilkynnt þjófnaðinn til lögreglu á mánudagsmorgun og tæpum tveimur tímum síðar var parið handtekið. (meira…)
Hafró leggur til loðnuveiðibann
Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til við Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra að loðnuveiðar verði stöðvaðar nú þegar. Fiskifræðingum hefur ekki tekist að mæla þau 400.000 tonn sem þeir telja grundvöll frekari veiða. Íslensk skip hafa aðeins náð að veiða um 40.000 tonn af þeim 250.000 tonnum sem þeim var heimilt að veiða, og norsk skip svipað. (meira…)
Gjörsamlega út í loftið að stöðva loðnuveiðar

Loðnuveiðar í nótt gengu vel en talsverður fjöldi skipa var á miðunum. Skipverjar á Sighvati Bjarnasyni Ve eru á leið í land með um 450 tonn af stórri loðnu. Jón Eyfjörð, skipstjóri segir ekki tímabært að stöðva loðnuveiðar núna enda hafi veiðar gengið ágætlega í nótt. (meira…)
Skorar á Landsvirkjun að stöðva undirbúning virkjana í neðri hluta �?jórsár

Fundur Sólar á Suðurlandi í Fríkirkjunni í Reykjavík, haldinn 17. febrúar,biður þess að Þjórsá fái áfram að streyma óáreitt um byggðir Suðurlands.Fjögur hundruð manna fundur haldinn í Árnesi fyrir rúmu ári gaf tóninn umþær tilfinningar sem unnendur Þjórsár og sunnlenskrar náttúru bera íbrjósti. Skýr vilji þeirra hefur ekki verið brotinn á bak aftur. Hann eflistvið […]
Allt bendir til að loðnuveiðar verði stöðvaðar í dag

Allt bendir til þess að loðnuveiðar verði stöðvaðar í dag til þess að ganga ekki of nærri stofninum, sem virðist vera í mikilli lægð. Hafrannsóknaskipin finna engar nýjar göngur og síðar í dag verður tekin endanleg ákvörðun um áframhaldið. Íslensku loðnuskipin eru aðeins búin að veiða rösklega 30 þúsund tonn frá áramótum, en í venjulegu […]
Guðmundur endurkjörinn formaður Golfklúbbs �?orlákshafnar
Á aðalfundi Golfklúbbs Þorlákshafnar sem haldinn var nýlega í Golfskálanum ,var stjórn klúbbsins endurkjörin. Formaður félagsins er Guðmundur Baldursson, ennfremur eru í stjórn FriðrikGuðmundsson, Hannes Gunnarsson, Hólmar Víðir Gunnarsson, IndriðiKristinsson, Jón Páll Kristófersson og Ægir Hafberg. (meira…)