Ungmennafélag Stokkseyrar 100 ára 15. mars sl.
Síðastliðinn laugardag héldu félagar í Ungmennafélagi Stokkseyrar upp á 100 ára afmæli félagsins í íþróttahúsi Stokkseyrar. Boðið var til glæsilegs morgunverðarhlaðborðs en stjórn ungmennafélagsins sá um að skipulagningu og framkvæmd hlaðborðsins. Sveitarfélagið Árborg óskar Ungmennafélagi Stokkseyrar til hamingju með þennan merka áfanga. (meira…)
�?lga vegna biskups
Ólga er á meðal presta í prófastsdæmi Árnessýslu eftir að Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, setti reynsluminnsta prestinn í héraðinu, séra Eirík Jóhannsson í Hruna, sem prófast. Gengið var fram hjá reyndum mönnum á borð við Gunnar Björnsson á Selfossi og Kristinn Ágúst Friðfinnsson í Hraungerðisprestakalli. (meira…)
Ítreka að Landeyjahöfn sé eingöngu ætlað að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar

Eins og greint var frá í síðasta tölublaði Frétta hljóp snuðra á þráðinn í viðræðum um eignarhald á Landeyjahöfn sem varð til þess að höfnin verður í eigu ríkisins og var málið tekið fyrir á fundi ríkisstjórnar í dag. Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði í hádeginu og í fundargerð kemur fram að ráðið geti ekki stutt fyrirliggjandi […]
Skrifað undir samning um Ferðasjóð íþróttafélaga

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ undirrituðu í dag samning þar sem Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands er formlega falin umsjón og umsýsla með Ferðasjóði íþróttafélaga, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. (meira…)
Heilsað að sjómannasið um helgina

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið og var m.a. í þrígang óskað aðstoðar lögreglu á veitingastaði bæjarins um helgina vegna slagsmála sem þar stóðu yfir. Reyndar voru þau að mestu afstaðin í öll skiptin þegar lögreglu en kærur liggja fyrir í tveimur af þessum tilvikum. Í einu tilviki hafði einn gesta […]
Eyjamenn í úrslit 2. deildar

Körfuknattleikslið ÍBV er komið í úrslit 2. deildar en Eyjamenn enduðu í öðru sæti B-riðils. Úrslitakeppnin fer þannig fram að fjögur lið leika í úrslitakeppninni og þau lið sem vinna sína leiki í undanúrslitum eru komin upp í 1. deild. Aðeins er spilaður einn leikur, þau lið sem enduðu ofar í sínum riðli fá heimaleik […]
Leikfélag Fsu sýndi atriði úr nýjum rokksöngleik á Draugabarnum
Laugardaginn 15. mars mættu meðlimir úr Leikfélagi FSu á Draugabarinn á Stokkseyri og sýndu brot úr rokksöngleiknum “Til Sölu” sem byggir á unglinga kvikmyndinni “Can’t buy me love” sem er frá árinu 1987. Sýningin var glæsileg og stóðu krakkarnir sig frábærlega vel. Söngleikurinn verður síðan frumsýndur í Menningarsal Hótel Selfoss þann 27. mars næstkomandi. Af. […]
Guðni á Kanarí
GUÐNI Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hélt stjórnmálafund á Kanaríeyjum um helgina og sóttu hann um 360 manns. Guðni kvaðst á fundinum hafa áhuga á að styrkja eldri borgara til þess að dveljast á Kanaríeyjum að vetri til. Margir sjúkir, sem væru þar, hættu töku á ýmsum dýrum lyfjum og hlytist af því sparnaður. (meira…)