Laugardaginn 15. mars mættu meðlimir úr Leikfélagi FSu á Draugabarinn á Stokkseyri og sýndu brot úr rokksöngleiknum “Til Sölu” sem byggir á unglinga kvikmyndinni “Can’t buy me love” sem er frá árinu 1987.
Sýningin var glæsileg og stóðu krakkarnir sig frábærlega vel.
Söngleikurinn verður síðan frumsýndur í Menningarsal Hótel Selfoss þann 27. mars næstkomandi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst