Lagafrumvarp um Landeyjahöfn

Samgönguráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp á Alþingi um Landeyjahöfn en þar er lagt til að byggð verði ferjuhöfn í Bakkafjöru á Landeyjum sem alfarið verður í eigu ríkisins, fjármögnuð úr ríkissjóði og rekin af ríkinu. Er höfninni ætla að styrkja samgöngur milli lands og Vestmannaeyja. (meira…)
�?Fyrsti apríl um land allt�?
Fyrsti apríl er nú alþjóðlegur gabbdagur og er líklegast að þau ærsl eigi uppsprettu í nýársgleði í vestanverðri Evrópu og víðar á miðöldum. Þá var 1. apríl áttundi og síðasti dagur nýárshátíðar sem hófst um vorjafndægur 25. mars. Um ærsl þennan dag hérlendis er ekki vitað fyrr en seint á 19. öld, en ljóst er […]
Á landleið með kjaftfullan bát

Guðmundur Ve er á leið í land með fullfermi af kolmunna en skipið hefur verið við veiðar á Hatton-Rockall svæðinu um 500 mílur suður af Vestmannaeyjum frá því fyrir páska. Alls er búið að frysta um 750 tonn og einnig eru um 1250 tonn af aflanum sem fer í bræðslu. Þetta kemur fram á bloggsíðu […]
Guðni biður um fund með Árna
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur farið fram á við 1. þingmann Suðurkjördæmis að hann boði þingmenn kjördæmisins til fundar vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í tengslum við löggæslu og tollgæslu á Suðurnesjum og á Keflavíkurflugvelli. Fyrsti þingmaður kjördæmisins er Árni Mathiesen fjármálaráðherra. (meira…)
�?Við erum klár í bátana!�?

Vegna fréttatilkynningar um fyrstu skóflustungu Landeyjahafnar var haft samband við Unni Brá Konráðsdóttur, sveitastjóra Rangárþings eystra og lagðar fyrir hana nokkrar spurningar um málið. Unnur Brá segist ekki sjá ástæðu til að bjóða Eyjamönnum til athafnarinnar enda hafi henni ekki verið boðið sérstaklega þegar hafnarframkvæmdir hófust í Vestmannaeyjum. Málefni Landeyjahafnar virðast því vera komin í […]
Skóflustunga að Landeyjahöfn tekin í dag

Í ljósi umræðunnar undanfarið hefur verið ákveðið að taka fyrstu skóflustunguna að Landeyjahöfn. Athöfnin fer fram í dag í Bakkafjöru klukkan 16.00 og mun Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitastjóri Rangárþings eystra taka fyrstu skóflustunguna, ásamt Kristjáni L. Möller, samgönguráðherra. Athygli vekur að engum af bæjarfulltrúum Vestmannaeyja hefur verið boðið á athöfnina og hyggjast Eyjamenn sniðganga hana […]
Sjómaður af Jóni Vídalín sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar
Sjómaður slasaðist alvarlega um borð í togaranum Jóni Vídalín VE á Selvogsbanka í fyrrakvöld. Hlaut hann mikið högg á kviðinn og innvortis blæðingar. Landhelgisgæslan sótti manninn með þyrlu og var hann lagður inn á slysadeild Landspítala þar sem hann gekkst undir aðgerð. Togarinn er gerður út af Vinnslustöðinni í Eyjum. (meira…)