Rokkað í Vestmannaeyjum í kvöld

Rás 2 og tónlistartímaritið Monitor hafa blásið til tónleikaferðarinnar Rokkað hringinn ásamt hljómsveitunum Dr. Spock, Sign og Benny Crespos Gang. Í kvöld er komið að Vestmannaeyjum og fara tónleikarnir fram á Prófastinum og opnar húsið klukkan 20.00. Auk tónleikanna er keppt í Guitar Hero III í framhaldsskólum sveitarfélaganna á tónleikadögum. (meira…)

Vonast til að Hermann geti spilað á Wembley

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Portsmouth, sagði í gær að hann gerði sér góðar vonir um að Hermann Hreiðarsson, íslenski landsliðsmaðurinn, yrði leikfær á laugardaginn. Þá leikur Portsmouth sinn stærsta leik um áraraðir þegar liðið mætir WBA í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley-leikvanginum í London. (meira…)

Sjónvarpsdagskrá orðin að Fréttablaði Suðurlands

„Þetta er staðfesting á þeirri stefnu sem við höfum fylgt, að leggja áherslu á fréttirnar, enda eru það þær sem gefa lífinu lit. Við ætlum að sækja meira fram á því sviði,“ segir Magnús Hlynur Hreiðarsson, ritstjóri Dagskrárinnar á Selfossi. Eins og nafnið bendir til var blaðið fyrst gefið út sem sjónvarpsdagskrá en nú hefur […]

Uppbygging íþróttamannvirkja við Engjaveg

Á fundi bæjarstjórnar Árborgar þann 12.mars síðastliðinn var samþykkt að hefja uppbyggingu á íþróttavallarsvæðinu við Engjaveg. Byggðir verða tveir leikvangar, annar fyrir knattspyrnu og hinn fyrir frjálsar íþróttir. Byggingarreitur fyrir fjölnota hús verður sunnan núverandi gervigrasvallar, þar sem gert verður ráð fyrir búnings- og baðaðstöðu og annarri stoðþjónustu við vellina. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.