„Þetta er staðfesting á þeirri stefnu sem við höfum fylgt, að leggja áherslu á fréttirnar, enda eru það þær sem gefa lífinu lit. Við ætlum að sækja meira fram á því sviði,“ segir Magnús Hlynur Hreiðarsson, ritstjóri Dagskrárinnar á Selfossi.
Eins og nafnið bendir til var blaðið fyrst gefið út sem sjónvarpsdagskrá en nú hefur sjónvarpstækið verið fjarlægt úr haus þess og í staðinn kominn undirtitill: Fréttablað Suðurlands.
Dagskráin hefur verið gefin út í fjörutíu ár og er því með elstu héraðsfréttablöðum landsins og það er útbreiddast sunnlensku blaðanna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst