Nýr varaformaður var kjörinn

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Björgunarfélags Árborgar. Ingvar Guðmundsson var endurkjörinn formaður og segir það væntanlega munu verða síðasta formannsár sitt. Nýr varaformaður var kjörinn, Hrafnhildur Guðgeirsdóttir, en hún var áður varamaður í stjórn. (meira…)

Páll Lýðsson látinn

Páll Lýðsson sagnfræðingur og bóndi lést af slysförum á Eyrarbakkavegi í gærmorgun á 72. aldursári. Hann var fæddur í Litlu-Sandvík 7. október 1936, sonur hjónanna Lýðs Guðmundssonar bónda þar og konu hans, Aldísar Pálsdóttur. Páll lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1956 og BA-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1959. Hann var bóndi […]

Steinþór Haraldsson skipaður skattstjóri á Suðurlandi

Fjármálaráðherra hefur skipað Steinþór Haraldsson til að gegna embætti skattstjóra á Skattstofu Suðurlandsumdæmis frá 1. maí 2008 til fimm ára. Steinþór lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1975. Að loknu námi réð hann sig til starfa hjá embætti ríkisskattstjóra þar sem hann hefur í gegnum árin m.a. gegnt stöðum sérfræðings, deildarstjóra, forstöðumanns um […]

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 17% í febrúar

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í febrúar síðastliðnum og sýna þær 17% fjölgun á milli ára. Gistinætur voru 77.000 í febrúar nú samanborið við 65.600 í sama mánuði árið 2007. Fjölgunin mest á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á höfuðborgarsvæðinu, úr 47.600 í 61.000 eða um 28%. Gistinóttum á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.