Páll Lýðsson sagnfræðingur og bóndi lést af slysförum á Eyrarbakkavegi í gærmorgun á 72. aldursári. Hann var fæddur í Litlu-Sandvík 7. október 1936, sonur hjónanna Lýðs Guðmundssonar bónda þar og konu hans, Aldísar Pálsdóttur.
Páll lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1956 og BA-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1959. Hann var bóndi á föðurleifð sinni, Litlu-Sandvík, en þar hefur föðurætt hans búið frá 1793.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst