Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir ölvun við akstur.

Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir ölvun við akstur. Einn þeirra ók bifhjóli en tilkynnt var um hann þar sem bifhjól hans hafði farið á hliðina skammt vestan við Hellu. Manninum tókst að koma hjólinu á réttan kjöl og hélt hann áfram þar til lögregla kom að honum þar sem hann sat á hjólinu kyrrstæður við […]

Dýralæknar óttast lagabreytingu

Aðalfundur dýralæknafélags Íslands mótmælti nýlega á fundi sínum frumvarpi til laga, þar sem lagt er til að þjónusta við dýraeigendur og eftirlit hins opinbera verði aðskilið. Óttast félagið að erfitt verði að manna dýralæknastöður víða um land vegna strjábýlis. (meira…)

Nærri átta prósentum meiri afli í mars í ár en í fyrra

Heildarafli íslenskra skipa í mars var nærri átta prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra. Hann dróst hins vegar saman um nærri ellefu prósent á fyrsta ársfjórðungi samanborið við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Fram kemur á vef Hagstofunnar að aflinn í nýliðnum mars hafi numið nærri 170 þúsund tonnum en hann var rúmlega 162 […]

Kiwanisklúbburinn Helgafell gaf fíkniefnahund

Nýr fíkniefnahundur, Luna tók til starfa hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum á dögunum. Það er Kiwanisklúbburinn Helgafell í Vestmannaeyjum sem gefur hundinn og var hann formlega afhentur sýslumanni á fundi klúbbsins. Tíkin Luna er af gerðinni enskur Springer Spaniel og er innflutt frá Bretlandi. Luna er annar fíkniefnahundurinn sem lögreglan í Vestmannaeyjum hefur innan sinna raða […]

Meistaradeild Olís í 5. flokki á Selfossi í sumar

Knattspyrnudeild Selfoss mun halda knattspyrnumótið Meistaradeild Olís í fjórða skipti í sumar og er mótið alltaf að verða flottara. Fer mótið fram helgina 8-10 ágúst á Selfossi og er ætlað fyrir stráka í 5. flokki. Aðeins verður tekið á móti 48 liðum eins og í fyrra og þar af leiðandi borgar sig að skrá sitt […]

Alls voru 91 mál þessa vikuna á Hvolsvelli

Í vikunni voru 27 teknir fyrir að aka of hratt í umdæminu Hvolsvöllur, en sá sem hraðast ók var á 139 km hraða. Sjö óku á yfir 120 km hraða þar sem 90 km hraði er leyfður. Frá áramótum hafa 340 verið teknir fyrir að aka of hratt í umdæminu. Þar af óku 53 á […]

Flutningur þorskaflamarks milli óskyldra dregst saman um 41%

Verulega hefur dregið úr flutningi aflamarks milli skipa í eigu óskyldra aðila á yfirstandandi fiskveiðiári í kjölfar þriðjungs skerðingar þorskkvótans. Nemur samdrátturinn 41% fyrstu sjö mánuði fiskveiðiársins miðað við sama tímabil árið áður. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.