Heildarafli íslenskra skipa í mars var nærri átta prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra. Hann dróst hins vegar saman um nærri ellefu prósent á fyrsta ársfjórðungi samanborið við fyrsta ársfjórðung í fyrra.
Fram kemur á vef Hagstofunnar að aflinn í nýliðnum mars hafi numið nærri 170 þúsund tonnum en hann var rúmlega 162 þúsund tonn í fyrra.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst