�?tskrift úr grunnnámi Fangavarðaskólans 2008
Nemendur Fangavarðaskólans luku prófum 7. maí síðastliðinn og voru útskrifaðir úr grunnnámi eða fyrri önn skólans föstudaginn 9. maí síðastliðinn. Skólinn var starfræktur á grundvelli reglugerðar um menntun fangavarða. Þetta er í annað sinn sem Fangavarðaskólinn starfar samkvæmt tillögum nefndar sem dómsmálaráðherra skipaði árið 2005 og skilaði skýrslu sama ár um menntun og þjálfun fangavarða. […]
Kynningarfundur í kvöld um Unglingalandsmót í �?orlákshöfn
11. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Þorlákshöfn um næstu verslunarmannahelgi. Unglingalandsmótin eru vímuefnalaus fjölskylduhátið þar sem íþróttakeppni skipar stórt hlutverk. (meira…)
Framleiðsla og sala á kjöti í apríl
Framleiðsla á kjöti í apríl nam 1.777 tonnum og var 33,4% meiri en í apríl 2007. Framleiðsla jókst á öllum kjöttegundum. Sala á kjöti var 14,4% meiri en í sama mánuði í fyrra og nam 2.237 tonnum. Mest jókst sala á nautakjöti, um 40%, sem lætur nærri að svara til framleiðsluaukningar í mánuðinum. (meira…)
Frestur framlengdur fram á fimmtudag

Hinu opinbera hefur verið veitt framlenging á fresti til að svara tilboði Vinnslustöðvar og Vestmannaeyjabæjar í smíði og rekstur farþegaferju í Bakkafjöru. Upphaflegi frestur til svars rann út að hádegi í dag en frestur til svars nú rennur út að hádegi fimmtudags. Ákvörðun varðandi tilboð Eyjamanna er í höndum samgöngu- og fjármálaráðherra. (meira…)
Nýr fáni Félags skógarbænda á Suðurlandi
Agnes Geirdal, formaður Félags skógarbænda á Suðurladi, afhenti fyrir stuttu Landsamtökum skógareigenda og öðrum skógarbændafélögum nýjan fána félagsins en Félag skógarbænda hafði staðið fyrir samkeppni varðandi merki félagsins. (meira…)
Tveir leikir á Hásteinsvellinum á föstudag

Búið er að breyta leiktímum næstu leikja knattspyrnuliða ÍBV. Eins og áður hefur komið fram fer fyrsti leikur kvennaliðs ÍBV fram á föstudag og hefst leikurinn klukkan 16.00. Stelpurnar taka á móti ÍA á Hásteinsvellinum. Karlalið ÍBV leikur síðar sama dag en leikur ÍBV og Stjörnunnar hefst klukkan 19.00 á Hásteinsvellinum. (meira…)
Fróði ÁR frá Stokkseyri aflahæstur
Enn er Fróði ÁR 33, frá Stokkseyri, og gerður er út frá Þorlákshöfn, efstur humarbáta á vertíðinni. Segja að lítil hreyfing sé á öðrum bátum á listanum, enn þó fór Þórir SF frammúr Erlingi SF. Glófaxi VE kemur inná listann í fyrsta sinn. Sjá listann hér undir meira: (meira…)
Endurheimti pípu sem lá 16 ár á hafsbotni
Sú einstaka tilviljun varð á dögunum að reykjarpípa sem kastað var í sjóinn fyrir 16 árum kom í veiðarfæri báts og er nú komin til eiganda síns. Þannig var að Bjartmar Ágústsson var háseti á Skógey SF árið 1992 og ákvað hann að hætta að reykja í einum róðrinum og kastaði pípunni sinni í sjóinn. […]
Aflinn í apríl 2008
Heildaraflinn í apríl 2008 var 127.441 tonn. Aflinn í apríl 2007 var 122.367 tonn. Meira veiddist af kolmunna í ár og skýrir það aflaaukningu að mestu leyti. Botnfiskafli í apríl 2008 var 51.313 tonn en botnfiskaflinn var 51.316 tonn í apríl 2007. Þorskafli dróst lítillega saman milli ára og ufsaafli var tvö þúsund tonnum minni […]
Hrefnukvóti gefinn út í gær
Hrefnuveiðimenn segjast reikna með að halda til veiða í dag, verði veður hagstætt en reglugerð var gefin út í gær þar sem heimiluð verður veiði á 40 dýrum á þessu ári. Stefán Ásmundsson, skrifstofustjóri í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti, segir að um sé að ræða framhald af þeirri ákvörðun, sem tekin var árið 2006 þegar ákveðið […]