Hinu opinbera hefur verið veitt framlenging á fresti til að svara tilboði Vinnslustöðvar og Vestmannaeyjabæjar í smíði og rekstur farþegaferju í Bakkafjöru. Upphaflegi frestur til svars rann út að hádegi í dag en frestur til svars nú rennur út að hádegi fimmtudags. Ákvörðun varðandi tilboð Eyjamanna er í höndum samgöngu- og fjármálaráðherra.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst