Fangi á Litla-Hrauni útskrifast úr Fjölbrautaskóla Suðurlands

Föstudaginn 23. maí síðastliðinn brautskráði Fjölbrautaskóli Suðurlands 117 nemendur, þar af 50 stúdenta. Meðal nýstúdenta var Þór Sigurðsson, fangi á Litla-Hrauni, sem útskrifaðist af félagsfræðibraut. Þór flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. (meira…)

Dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hann var ákærður fyrir að hafa í október í fyrra slegið annan mann í hnakkann með steini og stungið hann með brotnum flöskustúti. Árásin átti sér stað í Vestmannaeyjum. (meira…)

Skemmdir unnar á sorpbíl og Sorpeyðingarstöðinni

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið enda töluvert um að vera í bænum. Sjómannadagshelgin fór vel fram og án mikilla vandræða. Þó þurfti að aðstoða nokkra til síns heima sökum ölvunar. Að morgni sl. sunnudags var lögreglu tilkynnt um að brotnar hafi verið fjórar rúður í Sorpeyðingarstöðinni sem og allar rúður […]

Aðstoðuðu fólk við að flytja þunga húsmuni

Um það bil þrjátíu björgunarsveitarmenn voru í allan gærdag að aðstoða fólk á jarðskjálftasvæðinu við að koma þungum húsmunum á sinn stað og sitthvað fleira. Þá girtu þeir af 23 hús á svæðinu, sem lýsta hafa verið óíbúðarhæf. Ekki liggur fyrir hvort þau verða rifin eða hvort gert verður við þau. (meira…)

Skortur á skyri vegna skjálftanna

Búast má við vöruskorti fram eftir vikunni vegna skemmda á búnaði í starfsstöð MS á Selfossi í jarðskjálftunum á fimmtudag. Starfsemin á Selfossi verður rekin með takmörkuðum afköstum fram eftir vikunni eða þar til viðgerðir hafa farið fram. Einkum eru það skyrtegundir sem má búast við skorti á. (meira…)

�?ðruleysi og yfirvegun

Bæjarstjórn Hveragerðis vill koma á framfæri innilegu þakklæti til allra björgunar- og viðbragðsaðila sem aðstoðað hafa bæjarbúa í þeim atburðum sem dunið hafa yfir að undanförnu. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar. Jafnframt vill bæjarstjórnin þakka starfsmönnum bæjarins og öllum bæjarbúum það æðruleysi og yfirvegun sem fólk hefur sýnt vegna skjálftanna og afleiðinga þeirra (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.