Komin heilu á höldnu til Reykjavíkur

Tuðruferðin Kraftur í kringum Ísland gekk vel en ferðalangarnir kláruðu fyrsta legg ferðarinnar í dag, frá Vestmannaeyjum og til Reykjavíkur. Fall er fararheill segir einhversstaðar og vonandi á það við um ferð hópsins því önnur tuðran af tveimur skemmdist nokkuð rétt fyrir utan Reykjavík og þarfnast talsverðar lagfæringar. Allir komust þó heilu á höldnu í […]
�?rslit og markaskorarar dagsins
Topplið ÍBV heldur áfram sínu skriði en liðið lagði KA á heimavelli í dag. ÍBV 1 – 0 KA 1-0 Atli Heimisson (’66) KS/Leiftur 1 – 4 Haukar 0-1 Ómar Karl Sigurðsson (’30) 0-2 Goran Lukic (’35) 0-3 Denis Curic (’65) 1-3 Ragnar Hauksson (’75) 1-4 Ásgeir Þór Ingólfsson (’79) Leiknir R. 1 – 0 […]
�?reyttir Eyjamenn fengu þrjú stig

Karlalið ÍBV tók á móti KA í sjöundu umferð í blíðunni á Hásteinsvellinum í dag. Eins og flestum er kunnugt um höfðu Eyjamenn ekki tapað leik í fyrstu sex leikjum liðsins í deildinni og því hefðu flestir tippað á nokkuð öruggan sigur gegn KA, sem var í sjötta sæti deildarinnar fyrir leikinn. En annað kom […]
Leikir helgarinnar í 1. deild
Í fyrstu deildinni er sjöunda umferðin með fimm leikjum í dag og einum á morgun. 1.deild karla: Í dag 14. júní 14:00 Leiknir R. – Víkingur R. (Leiknisvöllur) 14:00 KS/Leiftur – Haukar (Ólafsfjarðarvöllur) 14:00 Stjarnan – Víkingur Ó. (Stjörnuvöllur) 14:00 ÍBV – KA (Hásteinsvöllur) 14:00 Þór – Fjarðabyggð (Akureyrarvöllur) Sunnudagur 15. júní Kl. 20:00 Njarðvík […]
Sýningin Árborg 2008
Dagana 14. og 15. júní verður mannlífs – og fyrirtækjasýning haldin í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi. Sýningin tekur á öllum þáttum atvinnulífs og menningar í Sveitarfélaginu Árborg og á öllu Suðurlandi. Síðastliðið sumar komu 15.000 – 20.000 manns á sýninguna Árborg 2007″. Aðgangur á sýninguna er ókeypis. “ (meira…)
Með bruggverksmiðju í hesthúsi
Lögreglan á Selfossi lagði í gærkvöld hald á 300 lítra af gambra og um 70 lítra af fullunnum landa í hesthúsi í Árborg. Einn karlmaður handtekinn en lögregla telur að efnið hafi verið ætlað til sölu og dreifingar. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu en lögregla lagði hald á efnið, bruggtækin og önnur efni til […]
Taka á móti KA klukkan 14 í dag

Karlalið ÍBV tekur á móti KA á Hásteinsvelli í dag í 7. umferð 1. deildar karla. Eyjamenn unnu góðan útisigur í síðustu umferð gegn Víkingi R. og eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga og markatalan er ekki amaleg, 11 mörk skoruð og aðeins eitt fengið á sig. KA hefur gengið misjafnlega, liðið hefur […]
Pæjumótinu lýkur í dag

Í dag fara fram úrslitaleikir í Pæjumóti TM og ÍBV en mótið hefur staðið yfir síðan á fimmtudagsmorgun. Pæjumótið í ár er stærra en undanfarin ár og óhætt að segja að veðurguðirnir hafi leikið við mótsgesti enda hefur ekki fallið dropi úr himni og vindur hefur verið í sögulegu lágmarki. Úrslitaleikur B-liða verður á Hásteinsvelli […]
Fengu ágætis veður í upphafi ferðar

Um fimmleytið í morgun lagði sex manna hópur Eyjamanna af stað hringinn í kringum landið á tveimur tuðrum en auk þess munu tveir í viðbót fylgja hópnum landleiðina á bíl en verkefnið heitir Kraftur í kringum Ísland og er til styrktar félaginu Krafti. Hringfararnir fengu ágætis veður í upphafi ferðar, smá gjóla og einhver sjór […]
Framkvæmdir við Landeyjahöfn hefjast á næstu vikum

Öll tilboð í hafnar- og vegagerð við Landeyjahöfn voru töluvert undir kostnaðaráætlun. Framkvæmdir hefjast á næstu vikum en áætlað er að höfnin verði tilbúin eftir tvö ár. Gerð Landeyjahafnar markar nokkur tímamót enda verður það eina ferjuhöfnin frá Þorlákshöfn að Höfn í Hornafirði. Framkvæmdir við gerð hafnarinnar hefjast innan skamms en áætlað er að fyrsta […]