Í dag fara fram úrslitaleikir í Pæjumóti TM og ÍBV en mótið hefur staðið yfir síðan á fimmtudagsmorgun. Pæjumótið í ár er stærra en undanfarin ár og óhætt að segja að veðurguðirnir hafi leikið við mótsgesti enda hefur ekki fallið dropi úr himni og vindur hefur verið í sögulegu lágmarki. Úrslitaleikur B-liða verður á Hásteinsvelli klukkan 10.40 og úrslitaleikur A-liða á sama velli klukkan 11:20.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst