Nýr framkvæmdastjóri Skipalyftunnar

Sindri Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Skipalyftunnar. Tók hann við starfinu 1. júní sl. Sindri er 25 ára gamall, og er að ljúka hagfræðinámi. Kærastan hans Hildur Sólveig Sigurðardóttir, er sjúkraþjálfari og starfar sem slíka á Sjúkrahúsinu hér. (meira…)

Suðurlandsvegi lokað í nótt

Vegna malbikunarframkvæmda verður Suðurlandsvegi lokað við Selfoss frá Ölfusárbrú að Arnbergi frá kl. 24 í kvöld til kl. 5. Lögreglan á Selfossi biður vegarendur að hafa lokunina í huga og gera viðeigandi ráðstafanir, hafi þeir ætlað að fara um veginn á þessu tímabili. (meira…)

�?tflutningur á kindakjöti með minna móti

Útflutningur á kindakjöti hefur verið með minna móti það sem af er árinu. Búið er að flytja út nánast alla útflutningsskyldu ársins 2007 en lækkun gengis krónunnar undanfarna mánuði hefur gert útflutning hagstæðari. Það virðist þó ekki hafa ýtt undir hann að magni til, því útflutningur á sama tíma árið 2007 var 248,8 tonn (skv. […]

Eru á leið til Grímseyjar

Verkefnið Kraftur í kringum Ísland, sem ýtt var úr vör á 17. júní er nú á leið til Grímseyjar. Hópurinn heldur úti heimasíðu þar sem nálgast má helstu fréttir ferðinni. Átta manns sigla á tveimur tuðrum og er ferðin farin til að vekja athygli á Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. […]

Sex í haldi fyrir ólöglega skartgripasölu

Lögreglan á Selfossi handtók fjóra karla og tvær konur fyrir ólöglega skartgripasölu. Skartgripasalarnir sögðu að um átján karata gull væri að ræða en svo var ekki. Glingrinu var smyglað hingað til lands í bíl. Samkvæmt heimildum Vísis voru skartgripirnir sannkallað glópagull. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.