Annað heimili Magna er í Dalnum

Magni Ásgeirsson. „Mín eftirminnilegasta var í fyrra en það er aðallega vegna þess að við spiluðum á hverju kvöldi frá miðvikudegi fram á mánudagsmorgun. Ég var skiljanlega orðinn alveg ónýtur í hálsinum og það gerir þetta frekar eftirminnilegt á slæman hátt. Annars er alltaf yndislegt að koma til Eyja og við brennum í skinninu að […]

Sigur hjá Selfossi en tap hjá ÍBV

Topplið ÍBV tapaði fyrir Stjörnunni í 1. deild karla í kvöld en Björn Pálsson skoraði sigurmarkið undir lok leiksins. Þá vann Selfoss sem er í öðru sæti 2-1 sigur á KA og er því aðeins þremur stigum frá ÍBV sem er í toppsætinu. Stjarnan 1-0 ÍBV 1-0 Björn Pálsson (’86) Selfoss 2-1 KA: 1-0 Sævar […]

Munar aðeins þremur stigum á ÍBV og Selfoss

Stjörnumaðurinn Björn Pálsson var hetjan gegn ÍBV á Stjörnuvellinum í kvöld þegar hann tryggði Garðbæingum þrjú stig með marki á 85. mínútu. Þetta er aðeins annar tapleikur ÍBV í deildinni í sumar. ÍBV er í efsta sæti með 34 stig, Selfoss er í öðru sæti með 31 stig eftir 2:1-sigur gegn KA í kvöld. (meira…)

Veðrið ætlar að leika við �?jóðhátíðargesti

Á fimmtudag:Austan og norðaustan 5-13 m/s, hvassast með suðurströndinni og norðvestantil. Lítilsháttar væta suðaustantil, sums staðar þokuloft við norður- og austurströndina, en bjartviðri víðast hvar annars staðar. Hiti víða 16 til 24 stig, hlýjast á Vesturlandi. (meira…)

Krefst fimm milljóna

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill fimm milljónir í skaðabætur vegna ummæla sem Agnes Bragadóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, lét falla um Árna í útvarpsþættinum Ísland í bítið á Bylgjunni. Þar sagði Agnes að Árni væri reginhneyksli, stórslys, mútuþægur og ætti að hafa vit á því að halda kjafti. Árni mun krefjast þess að ummælin sem um hann […]

Selfoss – KA í kvöld þriðjudaginn 29. júlí kl 19.00

Eftir frækinn sigur í Efra Breiðholti er komið að næsta heimaleik. Selfyssingar taka þá á móti Akureyringunum í KA og fer leikurinn fram í kvöld þriðjudaginn 29. júlí kl. 19.00 á Selfossvelli. Vert er að minna sérstaklega á þennan breytta leiktíma og framvegis verða kvöldleikirnir kl. 19.00. (meira…)

Vestmannaeyjabær ekki með erlend lán

Vegna mikillar umræðu um versnandi skuldastöðu sveitarfélaga vegna erlendra lána vil ég taka fram að Vestmannaeyjabær er ekki með nein erlend lán og þróun Íslensku krónunnar hefur því ekki þannig áhrif á rekstur okkar. Í upphafi þessa kjörtímabils var tekin ákvörðun um að þegar aðstæður á markaði leyfðu myndi Vestmannaeyjabær takmarka algerlega gengisáhættu með því […]

Sækja Stjörnuna heim í kvöld

Karlalið ÍBV sækir Stjörnuna heim í mikilvægum leik í toppslag 1. deildar. ÍBV er sem fyrr í efsta sæti deildarinnar, er með 34 stig eftir 13 leiki eða sex stigum á undan Selfoss sem er í öðru sæti. Stjarnan er svo í þriðja sæti, tíu stigum á eftir ÍBV og þarf nauðsynlega að vinna ætli […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.