Færri í atvinnuleit en á sama tíma í fyrra

Færri eru í atvinnuleit nú en á sama tíma í fyrra og enn vantar fólk til vinnu á ýmsum sviðum. Þetta segir framkvæmdastjóri Capacent ráðninga sem á ekki von á að atvinnuleysitölur hækki hratt á næstunni. Þrátt fyrir fréttir af samdrætti hjá fyrirtækjum og uppsagnir eru enn margir tilbúnir að ráða fólk í vinnu. (meira…)

Íbúum fjölgar og fjölgar

Íbúum Sveitarfélagsins Árborgar fgjkölgar enn. 1. september s.l. voru alls 7883 íbúar skráðir í Sveitarfélaginu Árborg sem er 3,6% fjölgun frá síðustu áramótum og er gríðarleg fjölgun miðað við landsmeðaltal. Skráðir íbúar á Selfossi voru 6520, í Sandvík 187, á Eyrarbakka og dreifbýli 609, á Stokkseyri og dreifbýli 558 og óstaðsettir voru 12. Alls voru […]

Sveitarfélagið styrkir Björgunarsveitina Mannbjörg

Föstudaginn 29. ágúst s.l. afhenti Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, félögum björgunarsveitarinnar Mannbjargar í Þorlákshöfn styrk sem bæjarráð samþykkti að veita sveitinni kr. 500.000.-. . Björgunarsveitin Mannbjörg vann mikið og gott starf í kjölfar jarðskjálftanna 29. maí s.l. og vilja bæjaryfirvöld sýna þakklæti sitt með þessu framlagi. (meira…)

Dragnótarafli í september

Hásteinn ÁR og Geir ÞH byrja báðir með yfir 30 tonna löndunun. Annars einkennist þessi fyrsti listi af Skjálfandabátunum og Bugtarbátunum. Enn t.d Örn KE, Arnþór GK, Benni Sæm GK svo dæmi séu tekin eru allir í Bugtinni. Athyglisvert er að sjá að Sæbjörg EA er strax kominn yfir 20 tonnin , enn Sæbjörgin EA […]

Tröllin úr Eyjum stálu senunni af Bubba og EG�?

Hápunktur Ljósahátíðarinnar í Reykjanesbæ var í gærkvöldi en þá var m.a. næstglæsilegasta flugeldasýning ársins og heilmikið um að vera í bænum. Talið er að um 50 þúsund manns hafi verið í bænum en senuþjófarnir í ár voru úr Vestmanneyjum. Nei, það voru hvorki Ásmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar né Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar heldur Þrettándatröllin. (meira…)

Aðalfundur Karlakórs Selfoss

Aðalfundur Karlakórs Selfoss verður haldinn í húsnæði kórsins að Eyravegi 67 á morgun mánudagskvöldið 8. september kl. 20:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Í framhaldinu verður starfsemi kórsins á komandi vetri rædd. (meira…)

Byrjað á umdeildum vegi

Framkvæmdir eru nýhafnar við Lyngdalsheiðarveg milli Þingvalla og Laugarvatns. Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda, Klæðningu ehf. í Hafnarfirði, sem bauðst til að vinna verkið fyrir sléttar 500 milljónir króna. Sigþór Ari Sigþórsson, framkvæmdastjóri Klæðningar, segir að fyrirtækið hafi byrjað vegagerðina upp úr miðjum ágústmánuði og brátt fari allt á fullt. Byrjað var að leggja vegtengingu frá […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.