Heimir vill halda áfram

Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV segir að hann vilji halda áfram með liðið en liðið fékk bikarinn afhentar á Selfossi í dag og mun leika í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð. „Það er ljúft að fá bikarinn, það er alltaf gaman að fá verðlaun. Það var leiðinlegt að tapa leiknum því það var ekki það sem við […]

Selfyssingar unnu en sitja eftir

Selfyssingar gerðu hvað þeir gátu í lokaumferð 1. deildar í dag, unnu ÍBV 3:1 en allt kom fyrir ekki. Stjarnan sigraði Hauka örugglega. 1:5 í Hafnafirði og héldu þar með öðru sætinu sem þeir náðu í næst síðustu umferð deildarinnar og fylgja ÍBV upp í efstu deild. Sigur Selfoss var nokkuð sannfærandi en heimamenn komust […]

Síðasti leikur sumarsins í dag

Deildarmeistarar ÍBV leika síðasta leik sinn í sumar þegar þeir sækja Selfyssinga heim á Selfoss. Að leik loknum fá Eyjamenn svo afhent sigurverðlaunin en ÍBV tryggði sér á dögunum sigur í 1. deild og um leið sæti í úrvalsdeild að ári. Selfyssingar hafa elt ÍBV í allt sumar og verið lengst af í öðru sæti […]

Stór laugardagur: Selfoss-ÍBV og Haukar-Stjarnan

Það skýrist í síðustu umferð 1. deildarinnar í knattspyrnu hvort það verður Stjarnan eða Selfoss sem fer upp með Eyjamönnum. Stjarnan sem er í 2. sæti leikur við Hauka á útivelli og Selfyssingar taka á móti deildarmeisturum ÍBV. Búast má við hörkuleikjum þar sem ekkert verður gefið eftir, en báðir þessir leikir eru í dag, […]

Selfoss sigraði á Seltjarnarnesi

Selfyssingar gerðu góða ferð á Seltjarnarnesið í 1. deild handboltans í gærkvöldi en aðkomumennirnir sigruðu lið Gróttu, 29:25. Var þetta fyrsti leikur beggja liða í deildinni en báðum er spáð góðu gengi. Var leikurinn þó afar kaflaskiptur og mikið var um mistök sem eðlilegt verður að teljast í fyrsta leik. Grótta komst snemma vel yfir […]

Afhjúpun minnisvarða Stefáns og Guðfinnu í Vorsabæ

Sunnudaginn 21. september n.k. kl. 15.00 verður afhjúpaður minnisvarði um hjónin í Vorsabæ, Guðfinnu Guðmundsdóttur og Stefán Jasonarson, í skógræktarreit Umf. Samhygðar við Timburhóla í Gaulverjabæjarhreppi hinum forna. Þau hjón voru bændur í Vorsabæ í hálfa öld og Stefán var frumherji í störfum fyrir samtök sunnlenskra bænda, ungmennafélags- hreyfinguna, umferðaröryggi og varðveislu þjóðlegra verðmæta. Árið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.