Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV segir að hann vilji halda áfram með liðið en liðið fékk bikarinn afhentar á Selfossi í dag og mun leika í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð. „Það er ljúft að fá bikarinn, það er alltaf gaman að fá verðlaun. Það var leiðinlegt að tapa leiknum því það var ekki það sem við ætluðum að gera,“ sagði Heimir í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst