Heimir besti þjálfarinn og Atli leikmaður 1. deildar

Nú síðdegis var lið ársins í 1.deild karla opinberað á Silfur við Austurvöll. Fótbolti.net fylgdist vel með 1.deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins og efnilegasta leikmanninum. (meira…)
Aðför að grundvelli Frjálslynda flokksins

Svo virðist vera sem valdabrölt herji nú á Frjálslynda flokkinn enn einu sinni. Við getum ekki betur séð en verið sé að reyna yfirtöku á flokknum. Okkur líkar það illa, því við höfum í lengstu lög viljað stilla saman strengi og halda málefnum flokksins til streitu. En nú er ljóst að það er ekki hægt. […]
Góð æfing fyrir slökkviliðið

Klukkan 13:51 í dag var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað út að sumarbústaðabyggð við Ofanleiti í Vestmannaeyjum en samkvæmt útkalli var talið að eldur væri í einum af sumarbústöðum sem þar eru. Svo reyndist ekki vera, aðeins rauk úr einum rafmagnskassa sem þar var í nágrenninum og virðist sem vatn hafi komist inn í kassann. (meira…)
Aflaverðmæti Guðmundar VE komið í 1100 milljónir króna

Í siðustu viku landaði Guðmundur VE 29, um 660 tonnum af frystum makríl og síldarafurðum. Aflaverðmæti veiðiferðarinnar var um 90 milljónir. (meira…)
Hvernig gekk spáin upp?

Keppni í fyrstu deild karla lauk um helgina. Fyrir mótið fékk Fótbolti.net fyrirliða og þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir um lokaniðurstöðuna. Þjálfarar og fyrirliðar spáðu því að Víkingur Ólafsvík, Njarðvík og KS/Leiftur yrðu í þremur neðstu sætunum og sú varð raunin. Leiknir R. endaði einnig í sjöunda sæti eins og spáin hafði […]
Framtíðarhúsnæðisþörf fyrir menningarstarfsemi
Almennur og fjölmennur íbúafundur í Sveitarfélaginu Árborg var í gærkveldi á Hótel Selfossi. Þar kynntu höfundar greiningarskýrslu Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri helstu niðurstöður um framtíðarhúsnæðisþörf fyrir menningarstarfsemi í Sveitarfélaginu Árborg. Umræður voru miklar og málefnalegar og fékk Menningarsalurinn í Hótel Selfossi töluverðar umræður eins og ætíð er menningarmál í Árborg koma til umræðu. (meira…)
Sex ára gömul Isuzu Trooper jeppabifreið brann
Aðfaranótt síðastliðins fimmtudags brann sex ára gömul Isuzu Trooper jeppabifreið þar sem hún stóð á Grafningsvegi við Hagavík. Allt brann sem brunnið gat í bifreiðinni og málmurinn einn eftir. Bifreiðin hafði staðið þarna tæpar tvær vikur með sprunginn hjólbarða. Tilkynnt hafði verið um bifreiðina ti lögreglu nokkrum dögum áður en í henni kviknaði. (meira…)
Árni sækist ekki eftir forstjórastarfi Landsvirkjunar
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld, að hann hefði ekki sóst eftir embætti forstjóra Landsvirkjunar og sér hefði ekki verið boðið það starf. Fréttir í fjölmiðlum um slíkt væru uppspuni frá rótum. Árni sagði einnig að spurður, að sér vitanlega hefði ekki verið rætt um að hann hætti sem ráðherra í […]