Eyjamenn ánægðir með sinn heimabæ

Í nýrri könnun sem Capacent er nú að klára kemur fram að íbúar í Vestmannaeyjum eru sérlega ánægðir með sinn heimabæ og þá þjónustu sem þar er í boði. Sem dæmi eru tæp 92% aðspurðra mjög ánægð eða frekar ánægð með Vestmannaeyjar sem stað til að búa á. Íbúar í Vestmannaeyjum eru í 4. sæti […]

Sparisjóðurinn tekur við umboði VÍS

Sparisjóður Vestmannaeyja og VÍS hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að sparisjóðurinn tekur við umboði VÍS í Vestmannaeyjum frá og með 1. október nk. Egill Arnar Arngrímsson þjónustustjóri VÍS í Vestmannaeyjum mun halda áfram að þjóna viðskiptavinum á svæðinu og bjóða tryggingaþjónustu VÍS og Lífís og verður hann frá næstu mánaðamótum með […]

Fangelsin verða byggð

Ríkistjórnin ákvað í gærmorgun að veita 300 til 400 milljónum árlega á næstu þremur árum til boðaðra byggingaframkvæmda í fangelsismálum. 160 fangar voru í íslenska fangakerfinu í gær. Þar af sátu 143 í fangelsum landsins en rými þar eru alls 137. 127 þeirra voru að afplána óskilorðsbundna refsingu og fimmtán sátu í gæsluvarðhaldi. Öll rými […]

Fór húsavillt við þjófnað

Maður hafði samband við lögreglu og greindi frá því að borvél hefði verið stolið frá honum og hann hefði séð hana auglýsta á Barnaland.is. Lögregla fór til þess sem hafði auglýst borvélina. Hann viðurkenndi að hafa farið inn í fyrirtæki í Þorlákshöfn og tekið borvélina. Ástæðuna kvað hann þá að fyrirtækið þar sem borvélin var […]

Heimsókn frá Jemtalandi í Svíþjóð

Miðvikudaginn 17. sept. komu í heimsókn í Fjölbrautaskóla Suðurlands 11 kennarar frá Dille Gård Naturbruksgymnasium sem er í borginni Östersund í Jemtalandi í Norður-Svíþjóð. Dille Gård skólinn leggur meðal annars áherslu á íslenska hestinn í starfi sínu. Kennararnir skoðuðu FSu undir leiðsögn alþjóðafulltrúa skólans, Lárusar Bragasonar. Eftir það var farið niður að Austurkoti og Votmúla […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.