Í nýrri könnun sem Capacent er nú að klára kemur fram að íbúar í Vestmannaeyjum eru sérlega ánægðir með sinn heimabæ og þá þjónustu sem þar er í boði. Sem dæmi eru tæp 92% aðspurðra mjög ánægð eða frekar ánægð með Vestmannaeyjar sem stað til að búa á. Íbúar í Vestmannaeyjum eru í 4. sæti yfir ánægðustu íbúa á landinu og þeir ánægðustu á Suðurlandi. Til samanburðar má nefna að íbúar í Árborg eru í 15. og neðsta sæti og íbúar í Reykjavík í 13. sæti þegar þeir eru spurðir hversu ánægðir þeir séu með sitt bæjarfélag til að búa í.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst