Spariféð tryggt

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, segir að innistæður sparifjáreigenda séu tryggar og það sé ekkert að óttast. Hann segir olíuskort hér óhugsandi, því fari víðs fjarri. Ummæli um lokun og hrun banka sé einfaldlega rangt stöðumat og óheppilegt sé að taka svona sterkt til orða um veruleika sem ekki á við. (meira…)

Allt að verða klárt fyrir Hippahátíðina

Þau fengu fallegt flugveður þau Shady Owens, Rúnar Júl og Paparnir þegar flogið var með þau til Eyja í gær, Hippabandið var að sjálfsögðu mætt á flugvöllinn og tók á móti þeim með söng. Síða var þeim keyrt á hippabílnum niður í Höll, þar hófurst æfingar strax og stóðu fram eftir kvöld. Chris og Bára […]

Vilja að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu axli sína ábyrgð

Í bæjarráði á miðvikudag var tekið fyrir tilboð til Vestmannaeyjabæjar að kaupa nemakort á 31 þúsund krónur fyrir hvern nema sem er með lögheimili í Vestmannaeyjum en nemur í höfuðborginni. Bæjarráð afþakkar boðið og lýsir furðu sinni á því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skuli með tilgreindum aðgerðum, ekki axla þá ábyrðg sem fylgir því að […]

�?akkir frá fjölskyldunni í Holti

Fjölskyldan í Holti vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem hugsuðu hlýtt til okkar og hjálpuðu okkur í sambandi við brunann hjá okkur 20 júlí sl. Sérstakar þakkir fá Víðir, Sigurjón, Ingimar Jóhann og allir aðrir sem stóðu að tónleikum til styrktar okkur. Einnig sérstakt þakklæti frá Unnari og Baldri til Þórarins, Viðars, […]

Vetur konungur gerir sig sýnilegan

Fyrstu snjóar féllu á Suðurlandi í gær 2. október sem er mjög snemma enda fyrsti vetrardagur ekki fyrr en 25. október n.k. Í fyrra féll fyrsti snjórinn á Eyrarbakka þann 28. oktober og árið þar á undan þann 8. nóvember. Eftir helgi er spáð rauðum tölum og rignigu þannig vetur konungur mun kveðja um stund. […]

Nýtt hagkerfi á Íslandi?

Nú þegar krónan er í frjálsu falli þurfa landsmenn að herða sultarólina. Frystikistur rjúka út, fólk hamstrar mat, frystir hann til að hjálpa til yfir erfiðasta hjallann. Íbúum landsins eru gefin góð ráð í aðhaldi en Eyjafréttum barst nú í morgun ráð fyrir ráðamenn þjóðarinnar. Það er nýtt hagkerfi! (meira…)

Hvít jörð og þungfært fyrir fólksbíla

Nú er hvít jörð í Vestmannaeyjum en í gærkvöldi byrjaði að snjóa og snjóaði fram á nótt. Óvanalegt er að snjó festi á jörð í Vestmannaeyjum svo snemma veturs og flestir óviðbúnir og margir enn með sumardekkin undir bílunum. Það var því þungfært fyrir fólksbíla í morgun enda ekki búið að ryðja nema lítinn hluta […]

Nýr húsvörður í �?jórsárveri

Ráðinn hefur verið nýr húsvörður í félagsheimilið Þjórsárver. Hann heitir Erling Sæmundsson og býr á Skálatjörn, Flóahreppi. Erling er vélstjóri að starfaði sem slíkur þar til hann fluttist í Flóahrepp.Hann hóf störf 2. október og er boðinn velkominn til starfa á ágætri heimasíðu Flóiahrepps www.floahreppur.is Tekið er á móti pöntunum á Þjórsárveri í síma 898-2554. […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.