Nú er hvít jörð í Vestmannaeyjum en í gærkvöldi byrjaði að snjóa og snjóaði fram á nótt. Óvanalegt er að snjó festi á jörð í Vestmannaeyjum svo snemma veturs og flestir óviðbúnir og margir enn með sumardekkin undir bílunum. Það var því þungfært fyrir fólksbíla í morgun enda ekki búið að ryðja nema lítinn hluta vega í Vestmannaeyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst