Myndasyrpa frá göngumessu

Í gær var venju samkvæmt haldin göngumessa, en hefð er fyrir henni á Goslokahátíð. Messan hófst í Landakirkju og var gengið að krossinum við Eldfell og endað við Stafkirkjuna þar sem sóknarnefnd bauð upp á súpu og brauð. Félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja sáu um tónlistarflutning og hvítasunnumenn sáu um bænahald við Stafkirkjuna. Óskar Pétur Friðriksson, […]
Fjör á föstudagstónleikum – myndir

Í gærkvöldi voru tvennir tónleikar. Þeir fyrri voru í Eldheimum og þar voru flutt sígild popplög sem voru sótt í klassísk verk undir yfirskrftinni: „Úr klassik í popp“. Var um aukatónleika að ræða þar sem það seldist upp á þá fyrri. Í Höllinni hélt Todmobile stórtónleika, þar sem var nánast húsfyllir og mikið stuð. Myndasyrpu […]
Veðrið lék við gesti Goslokahátíðar – myndir

Fjöldi fólks er nú í Eyjum að skemmta sér á Goslokahátíð. 52 ár eru síðan goslokum var líst yfir á Heimaey og er haldið upp á það þessa dagana með mikilli dagskrá. Ljósmyndari okkar Eyjafrétta, Óskar Pétur Friðriksson var á vappinu um alla Eyju í gær. Hægt er að skoða myndasyrpu hans frá gærdeginum hér […]
Fjölmenn göngumessa í frábæru veðri

Göngumessa er orðin fastur liður á Goslokahátíð. Var hún vel sótt að þessu sinni enda skörtuðu Eyjarnar sínu fegursta. Gengið var frá Landakirkju í gíg Eldfells. Þar var helgistund sem sér Viðar Stefánsson stýrði. Að henni lokinni var gengið að Stafkirkjunni á Skansinum þar sem heit súpa og kaffi beið göngugarpanna. Þess má geta að […]
Tónlist og spjall á Vigtartorgi

Nú má segja að Goslokahátíð eigi sér loks samastað, Vigartorgið er orðið bæjarprýði og þar fóru allir stærstu viðburðir hátíðarinnar fram. Þar var margt um manninn á laugardagskvöldið og fólk skemmti sér við hressilega tónlist og að hitta mann og annan. Það er einmitt það sem goslokahátíðin er, eitt stórt ættarmót þar sem hresst er […]
Sjómannadagur í skugga eldgossins

Hátíðarhöld í Vestmannaeyjum á sjómannadag 3. júní 1973 voru látlaus enda eldgosið enn í gangi og allt á kafi í vikri. Sigmar Þór Sveinbjörnsson, sem þá var gjaldkeri Sjómannadagsráðs, segir að Jóhannes Kristinsson formaður ráðsins hafi verið mjög ákveðinn í að athöfnin við minnisvarðann um hrapaða og drukknaða félli ekki niður. Tvær leiguflugvélar flugu með […]
Kvíðinn var oft nánast áþreifanlegur

Séra Karl Sigurbjörnsson hóf prestsþjónustu sína í tvístruðum söfnuði sem bjó við mikla óvissu. Segja má að Heimaeyjargosið hafi verið eldskírn fyrir séra Karl Sigurbjörnsson, síðar biskup Íslands, þegar hann ungur og óreyndur var settur í embætti prests í Vestmannaeyjaprestakalli í febrúar 1973. Söfnuðurinn sem hann átti að þjóna hafði tvístrast á einni nóttu. Sóknarbörnin […]
Dansað, fiskað og róið á laugardaginn – Myndir

Fyrst á dagskrá á laugardaginn var ferð upp á Heimaklett með Svabba og Pétri Steingríms og fóru tæplega fimmtíu manns með í förina. Dorgveiðikeppni SJÓVE var haldin og róið var í tæpar fjórar klukkustundir á planinu við Brothers Brewery til styrktar minningarsjóði Gunnars Karls. Þeir sem áttu leið fram hjá HS veitum tóku eflaust eftir […]
Föstudagurinn festur á filmu

Bærinn iðaði af lífi á föstudaginn enda dagskrá goslokahátíðar þétt og mikil. Listasýningarnar voru á sínum stað og Ísfélagið hélt bæði barnaskemmtun á Vigtartorgi og litahlaup þar sem hlaupið var frá Krossinum við Eldfell og niður á Nausthamarsbryggju. Þátttakendur voru hvattir til þess að mæta í hvítum fötum og þeir litaðir með litapúðri. Ýmsir básar […]
Þakka fyrir höfðinglegar móttökur

Stjórn Hollvinasamtakana og áhöfn safnskipsins Óðins þakka Vestmannaeyingum fyrir höfðinglegar móttökur á Goslokahátíð 3. og 4. júlí s.l. Mikill fjöldi fólks heimsótti skipið og sýndu þessu 63 ára gamla skipi með svo mikla sögu að baki, mikinn áhuga. Er einstöku starfi sjálfboðaliða að þakka sem hafa gert Óðinn haffæran á ný. Stjórnendum Ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar […]