Opinn fundur

Mánudaginn 10. nóv. nk. kl. 20 heldur Vinstrihreyfingin- grænt framboð opinn fund á Kaffi Kró undir yfirskriftinni Fortíð – Nútíð – Framtíð.Á fundinn mæta Atli Gíslason og Steingrímur J. Sigfússon þingmenn, Ragnheiður Eiríksdóttir varaþingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi og Aldís Gunnarsdóttir varabæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. (meira…)
ÍBV mætir Álftanesi í forkeppni bikarsins

Körfuknattleikslið ÍBV mætir liði Álftaness í forkeppni bikarkeppninnar sem nú heitir Subway-bikarinn. Liðin leika einmitt saman í A-riðli 2. deildar en hafa ekki mæst í vetur. Álftanes er í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga eftir tvo leiki en ÍBV er í öðru sæti með jafn mörg stig en hefur leikið einum leik meira. […]
Endurskoða þarf fiskveiðistjórnunarkerfi ESB

Joe Borg, fiskimálastjóri ESB, segir alvarleg brot á reglum fiskveiðistjórnunarkerfis sambandsins undirstrika nauðsyn þess að endurskoða kerfið. „Án virkrar stjórnunar tekst okkur aldrei að snúa af þeirri braut hnignunar sem nú einkennir evrópskan sjávarútveg, segir hann.” (meira…)
Tónleikar Hjálma falla niður

Tónleikar Hjálma sem fram áttu að fara föstudagskvöldið 7. nóvember í Höllinni Vestmannaeyjum falla niður af óviðráðanlegum orsökum þar sem Hjálmar sjá sér ekki fært að mæta á svæðið. Tónleikarnir áttu að vera hluti af dagskrá „Nótt safnanna“ en falla því miður niður. (meira…)
�?fingabúðir kórs FSu að Heimalandi
Fjörutíu manna hópur kórs FSu fór í æfingabúðir að Heimalandi undir Vestur-Eyjafjöllum fyrir skömmu. Á föstudagskvöldinu æfði kórinn til klukkan 22 en þá tók kvöldvaka við. Nýir kórmeðlimir voru vígðir inn í kórinn á viðeigandi hátt, þ.e. í nafni kórsins, stjórnandans, Stefáns Þorleifssonar og Veru Óskar Valgarðsdóttur, sem er umsjónarmaður kórsins. Stjórn kórsins sló síðan […]
Forstjóri Litla-Hrauns bauð forsvarsmönnum SFR í heimsókn
Á dögunum heimsóttu Árni St. Jónsson formaður SFR og Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri fangelsið að Litla-Hrauni. Margrét Frímannsdóttir forstjóri bauð til þessarar heimsóknar til að kynna forsvarsmönnum félagsins stöðu mála innan fangelsisins og þá starfsemi sem þar fer fram. Eftir skoðunarferð um fangelsið þá var fundað með fangavörðum (meira…)