Jólaljósin kveikt á morgun 28. des. kl. 15:30
Á morgun föstudaginn 28. nóvember klukkan 15:30 verður kveikt á jólaljósum í Krakkaborg og í Þingborg. Allir íbúar sveitarfélagsins eru velkomnir. Foreldrar barna sem ekki eru í vistun á þessum degi eru hvattir til koma með börn sín og taka þátt í jólastemmningunni. (meira…)
Jólamarkaður – spákona – og gleði – helgina 29-30 nóvember
Jólamarkaður verður í Lista og Menningarverstöðinni á Stokkseyri helgina 29. og 30. nóvember 2008 kl. 13:00-17:00. Ókeypis sölubásar í stóra sal, fyrir alla sem vilja selja eitthvað, hvort sem er kompudót-handverk-matvara-fatnaður eða hvað sem er.Hvetjum eldri sem yngri til að nýta sér þetta, bæði til að selja og kaupa. Spákona verður á staðnum fyrir þá […]
�?rettándaskemmtunin samkvæmt dagatalinu

Ákvörðun var tekin á fundi Þrettándanefndar ÍBV í morgun. Þrettándinn 2009 verður haldinn þriðjudaginn 6. janúar á Þrettándanum sjálfum og hefst kl. 19.00. Einhver umræða hefir verið um breytingar á dagsetningu hátíðarinnar, þ.e. færa hana að helgi. Það fór hins vegar ekkert á milli mála í morgun að Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir þrettán höfðu haft […]
Engum sagt upp í Eyjum

Í morgun tilkynntu tvö stórfyrirtæki, Eimskip og Húsasmiðjan, fjöldauppsagnir á starfsfólki en bæði fyrirtækin eru með útibú í Vestmannaeyjum. Eftir því sem næst verður komist hefur engum starfsmanni í Vestmannaeyjum verið sagt upp hjá fyrirtækjunum tveimur. (meira…)
Sökudólgurinn fyrir bilun Herjólfs fundinn?

Á Mbl.is er greint frá því að við Dyrhólaós á Reynisfjöru, alveg upp við Dyrhólaey, hafi fundist hræ af stórhveli, 18 til 20 metra langt. Hausinn á hræinu er nokkuð mikið laskaður og er talið að hvalurinn hafi lent í skipsskrúfu eða í árekstri við skip. Jafnvægisuggi Herjólfs eyðilagðist á dögunum og hefur ekki verið […]
Undirbúningur Shellmótsins hafinn

Þær góðu fréttir berast af Shellmótinu, að lið sem ekki hafa verið með undanfarin ár eru nú farin að tilkynna sig. Nú síðast voru Grindvíkingar að boða komu sína, en þeir hafa ekki verið með síðustu ár. Það lítur vel út með krakkamótin næsta sumar, frábærir stuðningsaðilar eru á báðum mótum, og síðustu mót hafa […]
Hermann gæti mætt AC Milan

Tony Adams, knattspyrnustjóri Portsmouth, gaf í gær í skyn að Hermann Hreiðarsson og Kanu gætu hugsanlega verið í byrjunarliði Portsmouth fyrir leikinn gegn AC Milan í UEFA-bikarnum í kvöld. (meira…)
Narfi ehf. leitar að hentugri bát

Útgerðarfélagið Narfi ehf. hefur selt Narfa VE til Keflavíkur. Viðar Elíasson, útgerðarmaður og fiskverkandi, sagði að báturinn hefði ekki hentað, miðað við kvótastöðu félagsins en unnið verði að því að finna hentugri bát. (meira…)
Afmælissýningin opnar í dag 27. nóvember
Rakarastofa Björns og Kjartans í Miðgarði á Selfossi fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni býður stofan til sýningar á munum og myndum af starfsemi fyrirtækisins s.l. 60 ár og verður uppsett stofa frumherjans Gísla Sigurðssonar í anddyri Miðgarðs sem hefst í dag, fimmtu-daginn 27. nóvember, og stendur til 24. desember. Rakarastofan […]
Tónleikar á Riverside, Hótel Selfossi í kvöld, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20:30
Stórsveit Suðurlands verður með tónleika á Riverside, Hótel Selfossi í kvöld, fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20:30 Með hljómsveitinni kemur fram Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir djasssöngkona. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, hefðbundinn djass, samba, popp og e.t.v. læðast með nokkur jólalög. Sunnlendingar eru hvattir til að koma og eiga skemmtilega stund með stórsveitinni og Guðlaugu. Aðgangseyrir kr. 1.000 […]