Fjórlemba í Fagradal

Ærin Capri í fjárhúsunum í Fagradal í Mýrdalshreppi bar fjórum lömbum í vikunni. Á heimasíðu hreppsins segir að það komi ekki á óvart þar sem hún hafi líka verið með fjórum lömbum í fyrravor. Faðir lambanna er Rór Kveiksonur. Eins og sést á myndinni heilsast ær og lömbum vel. (meira…)
Snarpur og stuttur jarðskjálfti í Hveragerði
Hvergerðingar fundur fyrir snörpum og stuttum jarðsjkálfta upp úr klukkan níu í morgun. Mikill hávaði varð af skjálftanum en ekkert tjón. (meira…)
Á varðbergi vegna innflutnings matvæla
Búnaðarsamband Suðurlands segir fulla ástæðu til að vera á varðbergi varðandi innflutning matvæla vegna svínaflensunnar. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og sóttvarnarlæknir ræða nú viðbrögð hérlendis vegna sjúkdómsins. Á Íslandi eru 20 svínabú. (meira…)
�?�?g þoli ekki að vera á bekknum�?

Margrét Lára Viðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og íþróttamaður ársins 2007 á Íslandi, hefur farið rólega af stað í atvinnumennskunni í Svíþjóð. Þar leikur hún með bikarmeistaraliði Linköping sem hafnaði í öðru sæti úrvalsdeildarinnar í fyrra og Margrét hefur þurft að heyja harða baráttu fyrir sæti í byrjunarliðinu eftir að hún kom til félagsins í vetur. […]