Eyjamenn unnu unglingana í FH

Fyrr í kvöld lék karlalið ÍBV gegn ungmennaliði FH í Eyjum. Eyjamenn mega illa við því að tapa stigum í baráttunni við Víking um 4. sæti 1. deildarinnar sem gefur sæti í umspili um eitt laust sæti í úrvalsdeild næsta vetur. Strákunum urðu ekki á nein mistök, léku við hvern sinn fingur í síðari hálfleik […]
Landeyjahöfn líklega lokuð út mars

Á annað þúsund rúmmetrar af jarðefnum voru fjarlægðir úr Landeyjahöfn í nótt og undir morgun. Þá fór ölduhæð undir tvo metra svo skipverjar á dýpkunarskipinu Skandiu gátu hafist handa. Vonast er til að hægt verði að halda dýpkun áfram í nokkrar klukkustundir á sunnudaginn. (meira…)
Svona gera karlar á klósettinu

Svona í tilefni föstudagsins. – Það hafa flestir tekið eftir því, að þegar konur bregða sér á salernið, – séu þær staddar í selskap, þá fara þær þangað saman í hóp. Og þar er málin víst rædd inn að innstu rótum. – En karlar eiga líka sínar sérkennilegu siði á salerninu, en það ræðst af […]
Um Sparisjóð Vestmannaeyja

Á hausnum Sparisjóður Vestmannaeyja hefur verið á hausnum í um tvö ár. Það hefur ekki farið hátt. Fréttir, vikublað Vestmannaeyinga, hefur svona heldur farið mjúkum höndum um ástandið þegar fjallað hefur verið um málefni Sparisjóðsins. Sannleikurinn er sá, að Sparisjóður Vestmannaeyja var ekkert betri en margir aðrir sparisjóðir sem hafa verið í fréttum undanfarið. Hann […]
Djúpið sýnt í Bæjarleikhúsinu í kvöld

Leikverkið Djúpið verður sýnt í bæjarleikhúsinu í kvöld, föstudag. Ingvar E. Sigurðsson leikur eina hlutverkið í sýningunni sem hefur fengið afar góða dóma, m.a. fimm stjörnur bæði í Fréttablaðinu og í DV. Handritið skrifaði Jón Atli Jónasson en hann leikstýrði einnig myndinni. (meira…)
Mætir með SS Sól og Reiðmenn vindanna

Á laugardagskvöldið verður Helgi Björnsson, söngvari og leikari með meiru, í mörgum hlutverkum í Höllinni. Hann ætlar að skemmta matargestum á loðnuslútti Hallarinnar og leika svo á ballinu þar sem hann verður bæði með SS Sól og Reiðmönnum vindanna sem hafa slegið svo eftirminnilega í gegn síðustu ár. (meira…)
Eyjamenn sýnt langlundargeð

„Eyjamenn hafa sýnt gríðarlegt langlundargeð. Þetta er búið að vera djöfullegt en stendur þó til bóta,“ segir Kristín Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi Vestmannaeyja, um ástandið í samgöngumálum fyrir Eyjamenn. Sem kunnugt er hafa siglingar með Herjólfi til Landeyjahafnar gengið brösuglega í vetur. Engin ferð hefur verið farin þangað síðan 12. janúar sl. og Herjólfur hefur orðið að […]