Fyrr í kvöld lék karlalið ÍBV gegn ungmennaliði FH í Eyjum. Eyjamenn mega illa við því að tapa stigum í baráttunni við Víking um 4. sæti 1. deildarinnar sem gefur sæti í umspili um eitt laust sæti í úrvalsdeild næsta vetur. Strákunum urðu ekki á nein mistök, léku við hvern sinn fingur í síðari hálfleik og unnu ða lokum með fjórum mörkum 27:23 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13:15. Leifur Jóhannesson fór á kostum í sókn ÍBV í síðari hálfleik og skoraði alls sjö mörk í leiknum, þar af sex í síðari hálfleik.